Áhugavert
Strákarnir okkar skerpa hnífana fyrir stóra daginn
Á morgun fer fram norðurlandakeppnin um titilinn Matreiðslumaður ársins 2010 sem haldin er í danmörku í Herning Fair Center á sýningunni Foodexpo. Ólafur fararstjóri sagði eftirfarandi í samtali við fréttastofu:
„Alvaran færist hægt og rólega nær, stóri dagurinn á morgun. Í dag sögðum við skilið við lita-, og sköpunargleðina í Legolandi eftir 3 góða daga þar og má með sanni segja að kubbarnir hjálpuðu okkar strákum í undirbúningnum. En nú erum við sem sagt komnir til Herning, þar sem við gistum á hinu lítilláta Scandic hóteli.
Í gærkvöldi fórum við út að borða á þeim geysivinsæla Jensens Bøfhus með honum Gunnari Guðsveinssyni hjá Sælkeradreifingu og færum við honum bestu þakkir fyrir það, steik og rif klikkar klárlega aldrei!
En eins og fyrr segir þá gengur undirbúningurinn vel, hér dunda strákarnir við að skerpa á hnífum, fara yfir kassana og velta fyrir sér keppnishráefninu á morgun, en það kemur ekki í ljós fyrr en þeir stíga inní búrið. Það er ljóst að keppnin verður hörð og allir 10 geta staðið uppi sem Matreiðslumaður Norðurlanda. Stefnan er að sjálfsögðu sett á gull – og ekkert bull.“
Áfram Ísland, sagði Ólafur að lokum.
Það eru matreiðslumennirnir Jóhannes Steinn Jóhannesson og sem koma til með að keppa fyrir hönd íslands um titilinn Matreiðslumaður Norðurlanda.
Sjá einnig:
Úrslit úr keppninni Matreiðslumaður Norðurlanda 2010
Mynd: Ólafur Gústi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun9 klukkustundir síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Keppni3 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays
-
Markaðurinn1 dagur síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði






