Vertu memm

KM

Strákarnir okkar skerpa hnífana fyrir stóra daginn

Birting:

þann


Bjarni Siguróli

 


Jóhannes Steinn Jóhannesson

Á morgun fer fram norðurlandakeppnin um titilinn Matreiðslumaður ársins 2010 sem haldin er í danmörku í Herning Fair Center á sýningunni Foodexpo.  Ólafur fararstjóri sagði eftirfarandi í samtali við fréttastofu:

Alvaran færist hægt og rólega nær, stóri dagurinn á morgun. Í dag sögðum við skilið við lita-, og sköpunargleðina í Legolandi eftir 3 góða daga þar og má með sanni segja að kubbarnir hjálpuðu okkar strákum í undirbúningnum. En nú erum við sem sagt komnir til Herning, þar sem við gistum á hinu lítilláta Scandic hóteli.

Í gærkvöldi fórum við út að borða á þeim geysivinsæla Jensen’s Bøfhus með honum Gunnari Guðsveinssyni hjá Sælkeradreifingu og færum við honum bestu þakkir fyrir það, steik og rif klikkar klárlega aldrei!

En eins og fyrr segir þá gengur undirbúningurinn vel, hér dunda strákarnir við að skerpa á hnífum, fara yfir kassana og velta fyrir sér keppnishráefninu á morgun, en það kemur ekki í ljós fyrr en þeir stíga inní búrið. Það er ljóst að keppnin verður hörð og allir 10 geta staðið uppi sem Matreiðslumaður Norðurlanda. Stefnan er að sjálfsögðu sett á gull – og ekkert bull.

Áfram Ísland, sagði Ólafur að lokum.

Það eru matreiðslumennirnir Jóhannes Steinn Jóhannesson og Bjarni Siguróli sem koma til með að keppa fyrir hönd íslands um titilinn Matreiðslumaður Norðurlanda.

Fréttir um úrslit mun birtast hér um leið og þau verða kunngjörð.

/Smári

Myndir: Ólafur Gústi

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið