Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Stjörnutorg í Kringlunni lokar og ný mathöll tekur við – Þetta eru staðirnir sem verða í nýju mathöllinni

Birting:

þann

Kúmen í Kringlunni

Gríðarlega góð mæting var á svæðið og vel á 2 þúsund gestir mættu

Kringlan bauð til kveðjuhófs á Stjörnutorgi í hádeginu í gær.  Veitingastaðir buðu upp á tilboð, GústiB var DJ auk þess sem tónlistarmennirnir Birnir, Jón Arnór og Baldur skemmtu.

Gríðarlega góð mæting var á svæðið og vel á 2 þúsund gestir mættu. 400 bíómiðar sem Kringlan dreifði hurfu eins og dögg fyrir sólu.

Veisluþjónusta - Banner

Auðvitað eru blendnar tilfinningar að kveðja svo rótgróin stað sem á sess í huga margra eftir 23 ár.  Örugglega munu einhverjir sakna torgsins en svo margt spennandi kemur í staðinn að það verður vonandi fljótt að fyrirgefast, segir í tilkynningu frá Kringlunni.

Kúmen opnar á allra næstu dögum.  Ástæðan fyrir nafnabreytingu er að 3ja hæðin verður svo miklu meira og miklu stærra konsept en Stjörnutorg nær yfir.  Kúmen er áfangastaður sem býður upp á mathöll, upplifun og afþreyingu. Opið verður til kl. níu öll kvöld vikunnar.

Kúmen í Kringlunni

Mathöllin verður á svæði sem hefur verið þekkt sem bíógangur.  Stjörnutorg lokar og á næsta ári mun rísa þar mjög spennandi afþreyingarsvæði sem án efa verður vinsælt hjá vinahópum, vinnustöðum ofl. Of snemmt er að gefa upp um hvað ræðir.

Í desember opnar glæsilegasti lúxussalur landsins, hann er smíðaður upp úr þaki Bíógangsins. Nýtt Ævintýraland, barnagæslusvæði, opnar einnig í desember.

Gangur sem liggur frá Stjörnutorgi yfir í leikhús og bókasafn, hefur einnig fengið á sig nýja mynd. Nú er hann fagurlega bleikmerktur í hólf og gólf og marglitar regnhlífar í loftinu gefa ganginum ævintýralegan blæ.

Logo Stjörnutorgs fer á uppboð á facebook síðu Kringlunnar og rennur söluandvirði í pakkasöfnun Kringlunnar til styrktar mæðrastyrksnefnd, en pakkasöfnun hefst laugardaginn 26. nóvember næstkomandi.

Staðirnir sem verða á Kúmen:

Kúmen í Kringlunni

Myndir: aðsendar

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Viðburðir

janúar, 2023

Auglýsingapláss

Merktu okkur: @veitingageirinn

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið