Markaðurinn
Starbucks treystir á Fastus
Starbucks hefur valið Fastus sem samstarfsaðila sinn á Íslandi, samstarfið er þess eðlis að Fastus mun sjá um þjónustu og viðhald á kaffivélum og eldhústækjum á kaffihúsum Starbucks hér á landi.
Starbucks opnar sín fyrstu kaffihús á Íslandi á næstu vikum.
,,Það er okkur mikill heiður að hafa verið valin sem samstarfsaðili Starbucks. Tæknideild okkar mun sinna þjónustu og viðhaldi á kaffivélum og eldhústækjum fyrir staði þeirra hér á landi.
Samstarfið byggir á fagmennsku, áreiðanleika og sérþekkingu sem falla vel að kröfum og væntingum einu virtasta kaffihúsamerki heims.
Fyrir páska fór fram sérhæfð þjálfun tæknimanna okkar á vélum og búnaði Starbucks og er það hluti af markvissri innleiðingu og tryggingu á fyrsta flokks þjónustu,“
segir Ástrós Kristinsdóttir, markaðsstjóri Fastus.
Fastus sér fyrirtækjum og fagaðilum í heilbrigðis- og veitingageiranum fyrir tækjum, búnaði og rekstrarvörum. Hjá tæknideild félagsins starfa 50 sérþjálfaðir tæknimenn sem annast uppsetningar, viðhald og gæðaheimsóknir.
Fastus rekur stærsta þjónustuverkstæði og varahlutalager landsins í þessum geira en verkstæðin eru staðsett í Reykjavík, á Akureyri og Selfossi.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanK6 veitingar sýknað af kröfu Matvís: „Við greiddum matreiðslunema samkvæmt réttum taxta“
-
Markaðurinn3 dagar síðanPerlan endurnýjar veitingareksturinn: nýtt útlit, ný húsgögn og endurvakning jólahlaðborðsins
-
Keppni4 dagar síðanFagmennska og metnaður einkenndu Norrænu nemakeppnina – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanEru munnlegir samningar með handsali einskis virði í dag?
-
Keppni3 dagar síðanÁsbjörn Geirsson keppir fyrir Íslands hönd í kjötiðn í Sviss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAldan fisk & sælkeraverslun tekur við í Spönginni
-
Markaðurinn2 dagar síðanAllt að 80% afsláttur af kæliborðum – miðað við nývirði
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðanKatla Þórudóttir öðlaðist ómetanlega reynslu á Michelin-veitingastaðnum Aure






