Markaðurinn
Spaghettí á 7 mínútum – Spaghettí með 3 innihaldsefnum og hvítlauksostabrauð
300g spaghettí
Kryddsmjör með hvítlauk frá MS
150g 4 osta blanda frá Gott í matinn
Nýmalaður svartur pipar og flögusalt.
Fersk steinselja ef vill
1/2 baguette skorið í sneiðar
50g 4 ostablanda
Aðferð:
1. Sjóðið spaghettí-ið samkvæmt leiðbeiningum, geymið vatnið.
2. Setjið 4 msk af hvítlaukssmjörinu og 100g af ostinum á pönnu og bræðið saman. Hellið einum desilítra af pastavatni saman við og hrærið þar til samlagað. Smakkið til með salti og pipar.
3. Setjið spaghettí-ið út á pönnuna og veltið upp úr ostasósunni. Setjið restina af ostinum saman við og bætið 1/2 dl af pastavatni út á og veltið saman.
Hvítlauksbrauð: Hitið ofninn í 210°C grill.
Skerið brauðið skáhallt í sneiðar og smyrjið með hvítlaukssmjöri. Stráið osti yfir og bakið í 5-7 mín. Passið brauðið vel, það dökknar fljótt undir grillinu.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt1 dagur síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Frétt5 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Keppni2 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum