Markaðurinn
Spaghettí á 7 mínútum – Spaghettí með 3 innihaldsefnum og hvítlauksostabrauð
300g spaghettí
Kryddsmjör með hvítlauk frá MS
150g 4 osta blanda frá Gott í matinn
Nýmalaður svartur pipar og flögusalt.
Fersk steinselja ef vill
1/2 baguette skorið í sneiðar
50g 4 ostablanda
Aðferð:
1. Sjóðið spaghettí-ið samkvæmt leiðbeiningum, geymið vatnið.
2. Setjið 4 msk af hvítlaukssmjörinu og 100g af ostinum á pönnu og bræðið saman. Hellið einum desilítra af pastavatni saman við og hrærið þar til samlagað. Smakkið til með salti og pipar.
3. Setjið spaghettí-ið út á pönnuna og veltið upp úr ostasósunni. Setjið restina af ostinum saman við og bætið 1/2 dl af pastavatni út á og veltið saman.
Hvítlauksbrauð: Hitið ofninn í 210°C grill.
Skerið brauðið skáhallt í sneiðar og smyrjið með hvítlaukssmjöri. Stráið osti yfir og bakið í 5-7 mín. Passið brauðið vel, það dökknar fljótt undir grillinu.
-
Markaðurinn6 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn6 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Vín, drykkir og keppni6 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Keppni7 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda







