Vín, drykkir og keppni
Söfnun Öldurs gengur vonum framar | Ætla félagarnir Helgi og Sigurjón að fá sér húðflúr?
Öldur er fyrsta mjaðargerð Íslands, stofnuð af Sigurjóni Friðrik Garðarssyni og Helga Þóri Sveinssyni árið 2017.
Félagarnir Helgi og Sigurjón hafa nú þegar stimplað sig inn sem mjaðargerðarmeistarar, en þeir fóru til að mynda á bjórhátíðina á Hólum síðastliðið sumar og fóru heim með þrenn af fernum verðlaunum. Verðlaunin voru fyrir besta bás hátíðarinnar, þriðja besta „bjórinn“ hlaut Rjóð og annar besti „bjórinn“ hlaut Blámi, sjá nánar hér.
Öldur stefnir á að flytja í framtíðarhúsnæði í Hús uppskerunnar við Desjamýri 8 í Mosfellsbæ. Það vantar herslumuninn til þess að geta flutt og standsett húsnæðið.
Öldur hefur staðið að söfnun á karolinafund.com sem hefur gengið framar vonum, en Sigurjón sagði í upphafi að hann ætlaði að fá sér húðflúr að hætti Öldurs ef söfnunin myndi ná meira en 50%.
Nú er svo komið að því að söfnunin hefur náð rúmlega 50% og ætlar Sigurjón að standa við loforð sitt og er búinn að panta sér tíma í húðflúr sem verður væntanlega streymað frá því á facebook síðu Öldurs hér. Þegar takmarkinu er náð og söfnunin komin í 100%, þá fær Helgi sér húðflúr.
Um Öldur
Fréttatilkynning frá Öldri:
Öldur er fyrsta mjaðargerð Íslands (allavega sem er hægt að staðfesta í vel yfir 100 ár) og vinnum við í því að framleiða mjöð allt árið í kring. Eitt það stærsta sem við höfum rekist á eftir að fyrirtækið fór af stað er hversu margir Íslendingar halda að mjöður sé hreinlega annað orð yfir bjór, en það er engan veginn rétt. Það eru mismunandi hráefni notuð í mjöð og bjór og þess vegna eru þetta tveir mjög mismunandi drykkir með ólíkar sögur. Þannig að þetta er eitthvað sem við viljum endilega fræða Íslendinga betur um og um leið leyfa þeim að njóta þessa frábæra drykks sem víkingarnir drukku.
Aðal hráefni mjaðar er hunang, vatn og ger á meðan aðal hráefni bjórs er maltað bygg, vatn, humlar og ger. Það er ekkert brugghús á Íslandi sem framleiðir mjöð allt árið og þess vegna gefur það Öldri þó nokkra sérstöðu. Mjöður er margbreytilegur eins og bjórinn, en mjöður getur verið eins sterkur og léttvín eða jafn léttur og léttasti bjórinn, einnig er misjafnt hvort hann sé borinn fram kolsýrður eða ekki. Hunangið, uppistaða mjaðarins, ræður miklu um það hvernig hann bragðast. Svo er endalaust hægt að leika sér með því að bæta við ávöxtum, berjum og hverju öðru sem bruggmeisturum Öldurs dettur í hug að prufa hverju sinni. Verðlaunamiðirnir Blámi og Rjóð hafa verið í aðalhlutverki frá því í sumar en það er ekki langt að bíða eftir nýjungum frá Öldri.
Þess má geta að mjöður er laus við glúten og þess vegna getur hann verið skemmtileg viðbót hjá þeim sem hafa lítið þol fyrir glúteni.
Ástæða söfnuninnar er að Öldur er að flytja í nýtt húsnæði og vantar okkur aðstoð til að koma okkur betur fyrir til að halda þessu starfi gangi og vonandi koma því í vínbúðina sem fyrst (eins og er fæst mjöðurinn einungis á völdum börum og veitingastöðum).
Hægt að styrkja Öldur með því að smella hér.
Heimasíða: www.oldur.is
Myndir: facebook / Öldur
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta6 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Frétt2 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Grunnnámskeið í kokteilagerð – Langar þig að læra að búa til ljúffenga og girnilega kokteila?