Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Smakkaði og dæmdi 76 nautasteikur á þremur dögum í kokkakeppni í Abu Dhabi – Heimsmet slegið í súpugerð

Birting:

þann

Abu Dhabi - Kokkakeppni - Desember 2018 - Kristján Sæmundsson og Hilmar Bragi Jónsson

Kristján Sæmundsson og Hilmar Bragi Jónsson matreiðslumeistarar

„Þegar ég var á síðasta þingi Alheimssamtaka Matreiðslumanna “WACS“ í Kuala Lumpur hitti ég einn af stjórnarmönnum Alheimssamtakanna, þar sem hann spurði hvort ég gæti komið til Abu Dhabi og vera dómari í kokkakeppninni Sial núna í desember, sem ég þáði með þökkum“.

Sagði Hilmar B. Jónsson matreiðslumeistari í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um ferðalagið hans til Abu Dhabi nú á dögunum.

Til gamans má geta að á ráðstefnu Alheimssamtaka Matreiðslumanna sem haldin var í Kuala Lumpur, 11. til 14. júlí s.l., kepptu feðgarnir Bjarni Gunnar Kristinsson og Gabríel Kristinn Bjarnason í keppninni Global Chefs Challange.

Sial keppnin í Abu Dhabi var haldin í þrjá daga og í framhaldi af keppninni var haldin vegleg matarhátíð í fimm daga sem heitir “World Of Food Abu Dhabi 2018” og var Hilmar Bragi fulltrúi Íslands.

Abu Dhabi - Kokkakeppni - Desember 2018 - Kristján Sæmundsson og Hilmar Bragi Jónsson

Hilmar Bragi Jónsson og Kristján Sæmundsson

Hilmar átti að taka með sér einn aðstoðarmann og var Kristján Sæmundsson matreiðslumeistari fyrir valinu.  Kristján var matreiðslumaður hjá RÚV í 32 ár, starfaði á Hótel Sögu, var prófdómari í Hótel og Veitingaskólanum til fjölda ára svo fátt eitt sé nefnt.

Abu Dhabi - Kokkakeppni - Desember 2018 - Kristján Sæmundsson og Hilmar Bragi Jónsson

Hilmar smakkaði og dæmdi 76 nautasteikur á þremur dögum

Í Sial keppninni voru 16 eldhús og var grunnhráefnið fiskur, kjúklingur, lamb, naut og svo það sem kallað er „Local food” eða matur frá hinum ýmsu héruðum landsins.  Fjölmargir dómarar voru í keppninni, eldhúsdómarar, smakk-dómarar, en Hilmar dæmdi nautakjötið og smakkaði og dæmdi 76 nautasteikur á þremur dögum.

Abu Dhabi - Kokkakeppni - Desember 2018 - Kristján Sæmundsson

Samhliða keppninni var haldin keppni í ísskurði

Hver réttur var borin inn í herbergi til dómara og var hver diskur númeraður og vissu dómarar ekki hvaða keppendur þeir voru að dæma.  Þetta fyrirkomulag er eftir ströngustu reglum WACS sem setja mjög strangar reglur um matreiðslukeppnir.

„Verð að viðurkenna að það kom mér á óvart hversu margar af þessum nautasteikum voru góðar, þar sem þær voru skornar úr læris vöðvum en ekki hrygg eða lundum. Partur til að gera keppnina erfiðari.“

Sagði Hilmar.

Samhliða keppninni voru haldnar aðrar keppnir í köldum mat, grænmetisskurði, ísskurði og sykurskreytingum.

Íslenska eldhúsið vakti mikla lukku

Abu Dhabi - Kokkakeppni - Desember 2018 - Kristján Sæmundsson og Hilmar Bragi Jónsson

Íslenska eldhúsið vakti mikla lukku

Þegar keppninni var lokið var farið á annað hótel þar sem forvinna fyrir matarhátíðina fór fram.

„Þarna fengum við allt það hráefni sem þurfti og aðstoð frá kokkum Hótelsins. Við höfðum allir sent inn 4 uppskriftir og valdi stjórnandinn 2 fyrir hvern til að laga.  Allir löguðu sínar uppskriftir eftir bestu getu til að fara svo með í garðinn þar sem hvert land fékk sitt opna eldhús til að selja og afgreiða matinn.

Þetta var fimm daga hátíð og því miður var mjög dræm þátttaka fyrstu þrjá dagana en þá fór allt í gang. Þarna eru eins og flestir vita, tvær þjóðir sem lifa í Abu Dhabi.  Það eru heimamenn þar sem karlarnir ganga í hvítum gólfsíðum kuflum með slæður á höfði með svörtum kaðli ofan á og konur í kolsvörtum klæðnaði með misjafnlega mikið hulið andlit og svo þeir hinir sem eru vinnandi og eru allir útlendingar.  Gæti sagt ýmislegt um þessar konur en læt það vera nema það kom á óvart hversu þær voru opnar fyrir að smakka fiskinn í Íslenska eldhúsinu.  Algerlega frábærir dagar, þótt sumir væru alllangir fyrir 76 ára kokka.“

Auglýsingapláss

Sagði Hilmar að lokum.

Abu Dhabi - Kokkakeppni - Desember 2018 - Kristján Sæmundsson

Abu Dhabi - Kokkakeppni - Desember 2018 - Kristján Sæmundsson og Hilmar Bragi Jónsson

Heimsmet slegið í súpugerð

Á hátíðinni var slegið heimsmet í súpugerð, þar sem löguð var 4.750 kíló af kjötsúpu.

Abu Dhabi - Kokkakeppni - Desember 2018 - Kristján Sæmundsson

Abu Dhabi - Kokkakeppni - Desember 2018 - Kristján Sæmundsson

Abu Dhabi - Kokkakeppni - Desember 2018 - Kristján Sæmundsson

Þeim félögum gafst tími til að skoða Abu Dhabi eins og sjá má á meðfylgjandi myndum hér að neðan:

Abu Dhabi - Kokkakeppni - Desember 2018 - Kristján Sæmundsson og Hilmar Bragi Jónsson

Myndir: Hilmar B. Jónsson og Kristjáns Sæmundsson.

 

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið