Bocuse d´Or
Skötuselur verður skylduhráefni á Bocuse d´Or 2023
Það styttist í Bocuse d’Or úrslitakeppnina, en hún verður haldin 22. og 23. janúar 2023 í Lyon. Þar mun Sigurjón Bragi Geirsson keppa fyrir hönd Íslands.
Liðin 24 sem keppa hafa fimm og hálfan tíma til að búa til, meðal annars, sjávarréttadisk fyrir 15 manns sem samanstendur af eftirfarandi þáttum:
Aðalhráefni: 2 x skötuselur (hauslausir). Hörpuskel til að búa til fyllingu.
Skreyting/meðlæti: Tvær grænmetisskreytingar settar á fatið og eitt skraut af „ragout“ gerð sem sýnir belgjurt frá þátttökulandinu.
Evrópukeppnin (undanúrslitin) fóru fram Búdapest, höfuðborg Ungverjalands í mars s.l. og voru 18 lönd sem tóku þátt í keppninni sem stóð yfir í tvö daga.
Tíu efstu sætin tryggðu sér sæti í úrslitakeppnina sem verður, eins og áður segir, haldin í Lyon í Frakklandi 22. og 23. janúar næstkomandi. Sigurjón Bragi keppti fyrir hönd Íslands og náði 5. sæti í undankeppninni.
Aðstoðarmaður Sigurjóns í undankeppni Bocuse d´Or í Búdapest var Hugi Rafn Stefánsson og þeim til aðstoðar voru Dagur Hrafn Rúnarsson og Guðmundur Halldór Bender.
Þjálfari var Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson.
Friðgeir Ingi Eiríksson dæmdi fyrir hönd Íslands.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt11 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Keppni2 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Frétt13 klukkustundir síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?