Bocuse d´Or
Skötuselur verður skylduhráefni á Bocuse d´Or 2023
Það styttist í Bocuse d’Or úrslitakeppnina, en hún verður haldin 22. og 23. janúar 2023 í Lyon. Þar mun Sigurjón Bragi Geirsson keppa fyrir hönd Íslands.
Liðin 24 sem keppa hafa fimm og hálfan tíma til að búa til, meðal annars, sjávarréttadisk fyrir 15 manns sem samanstendur af eftirfarandi þáttum:
Aðalhráefni: 2 x skötuselur (hauslausir). Hörpuskel til að búa til fyllingu.
Skreyting/meðlæti: Tvær grænmetisskreytingar settar á fatið og eitt skraut af „ragout“ gerð sem sýnir belgjurt frá þátttökulandinu.

Íslenska Bocuse d´Or teymið.
F.v. Guðmundur Halldór Bender, Hugi Rafn Stefánsson, Sigurjón Bragi Geirsson, Sigurður Laufdal og Dagur Hrafn Rúnarsson.
Mynd: aðsend / Sigurjón Bragi
Evrópukeppnin (undanúrslitin) fóru fram Búdapest, höfuðborg Ungverjalands í mars s.l. og voru 18 lönd sem tóku þátt í keppninni sem stóð yfir í tvö daga.
Tíu efstu sætin tryggðu sér sæti í úrslitakeppnina sem verður, eins og áður segir, haldin í Lyon í Frakklandi 22. og 23. janúar næstkomandi. Sigurjón Bragi keppti fyrir hönd Íslands og náði 5. sæti í undankeppninni.
Aðstoðarmaður Sigurjóns í undankeppni Bocuse d´Or í Búdapest var Hugi Rafn Stefánsson og þeim til aðstoðar voru Dagur Hrafn Rúnarsson og Guðmundur Halldór Bender.
Þjálfari var Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson.
Friðgeir Ingi Eiríksson dæmdi fyrir hönd Íslands.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn5 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn2 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni






