Pistlar
Skoskur matur
Í þessari ritgerð verður fjallað um skoskan mat, drykki og sögu þeirra. Það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar minnst er á skoskan mat og skoska drykki er skoskt viskí. Hér verður meðal annars saga þess. Svo vakna upp spurningar. Hvaðan koma skoskar matarhefðir? Hver er þjóðréttur skota?
Skotar hafa það fyrir reglu að drekka ekki heima hjá sér nema af sérstökum tilefnum. Þess vegna eru skoskir barir miðpunkturinn í skosku samfélagi. Þannig hefur það verið í margar aldir. Um hádegið og á milli 5 og 7 síðdegis verða barir að veitingastöðum. Af því búnu eru leirtau og matseðlar lögð til hliðar.
Skoskt viskí
Framleiðslu skosks viskís er hægt að rekja 300 ár aftur í tímann eða síðan bóndi nokkur í Argyllsskíri framleiddi drykkinn á sama hátt og munkar höfðu gert á öldum áður. Sú aðferð að eima alkóhól úr margvíslegum ávöxtum og korni er upprunin í Kína og barst þaðan með arabískum kaupmönnum til miðausturlanda þar sem hún barst til evrópu og þá sérstaklega til Frakklands þar sem koníak var búið til úr vínþrúgum. Þessi aðferð barst síðan frá Frakklandi til ‘Irlands með ofsóttum munkum. Þeir notuðu bygg í stað innþrúga og í dag telja Írar sig vera elstu viskí bruggara í heimi. Frá Írlandi barst aðferðin síðan til Skotlands. Í lok 17. aldar fékk landeigandinn John Can Forbes leyfi til að framleiða viskí skattfrjálst. Árið 1784 þegar þetta hundrað ára einkaleyfi var afnumið var farið að framleiða viskí vítt og breitt um Skotland og flytja út til Englands. Stríð Englendinga og Frakka og háir skattar í ofanálag varð til þess að áfengisgerðirnar fóru á hausinn. En það var áfram framleitt ólöglega. En í dag er skoskt viskí feikilega vinsælt.
Algengir skoskir réttir
– Aðalréttir –
Skoskar kjötsúpur eru annars vegar sú hefðbundna og önnur að nafni Colcannon. Í skoskri kjötsúpu er venjulega haft kindakjöt, nautakjöt, mergbein eða kjúklingur. Síðan er mönnum í sjálfsvald sett hvaða grænmeti þeir nota, t.d. gulrætur, garðertur, púrru, kál, næpur og sellerí. Colcannon eru algengar í Suður-eyjum og á Írlandi. Hún er búin til úr soðnu káli gulrótum, næpum og kartöflum. Blandan er síðan látin þorna og stöppuð í 20 mínótur með smjöri og svo er kryddað með salti og pipari. Rétturinn er borinn fram heitur. Skoskur fiskur sem ber nafnið Reyktur fiskur frá Arbroath er ýsa sem er reykt í litlum reyk húsum í fiskibænum Arbroath á austurströnd Skotlands. Skoskt nautakjöt eða öðru nafni Aberdeen Angub nautakjötið er víða ræktað um heiminn. Þekkt fyrir bragðgott kjöt og mikið, tilvalið í steikur. Góðir slátrarar láta kjötið hanga og framleiða það eftir hefðbundnum hætti. En þeim fer fækkandi og fólk hvartar yfir því að skoska nautakjötið hafi tapað bragðinu.
Stovies tatties er réttur byggður upp á kartöflum, tilvalin til að nota afgangskjöt og grænmeti í.
Nokkrir laukar eru skornir smátt og steiktir í slatta af kjötsoði (fita af bakaða kjötinu) í stórum potti. Bitar af kjöti og afgangs grænmeti (vanalega gulrætur og baunir) er svo bætt við steikta laukinn.
Sex til átta stórar kartöflur eru skrallaðar og skornar niður í 3 cm sneiðar. Örlítið af vatni er bætt á pönnuna með lauknum og kartöflubitunum bætt út í. Þetta er svo kryddað með salti og rétturinn er látinn malla þar til að kartöflurnar eru orðnar mjúkar. Kássan sem úr þessu verður er þá aðalega úr stöppuðum kartöflum.
Skoskar bökur eru hringlaga formbökur. Þær eru gerðar án þess að nota kökuform. Þær eru fylltar með brytjuðu kjöti en stundum er sett slátur í staðinn. Samkvæmt venjunni var notað lambakjöt en nú til dags er oftast notað nautakjöt. Stundum er lauki bætt við.
Hafragrautur
Einfaldur, búinn til úr soðnu haframjöli. Það þarf að sjóða hægt og hræra þarf sífellt með „spirtle“ samkvæmt hefðinni, en það er tréprik. Í dag er hafragrauturinn oft hafður fyrir morgunmat með mjólk.
Upphaflega útbjuggu skoskir smábændur á hálöndunum stóran pott af hafragraut í upphafi vikunnar. Þegar hann hafði kólnað var hann skorinn í sneiðar og smábóndinn seti sneið í vasann á hverjum degi fyrir hádegismatinn.Þeir sem borða hafragraut utan skotlands vita hvernig á að matreiða hann án salts og jafnvel með sykur eða sírópi, sem er venja sem varð að bumbu á sérhverjum skota.
– Eftirréttir –
Black Bun er ríkuleg ávaxtakaka með rúsínum kúrínum og að lokum söxuðum „peel“, söxuðum möndlum og púðursykri auk kanils og engifers. Bannocks eða hafrakökur- Kökur úr byggi og höfrum saxaðar á grind. Nú á dögum eru bannocks oft borðaðar með osti. Ýmsar uppskriftir eru til af þessum kökum og margir framleiða þær.
Heitur skoskur drykkur- Taktu teskeið fulla af sykri og teskeið fulla af skosku hunangi og settu í glas. Settu dreitil af skosku viskí (vanalega ekki malt) og hitaðu að suðu.
Samkvæmt hefðinni (hvernig svo sem hún varð til) ætti þetta að vera hrært varlega með silfurteskeið. Ágætur til að halda á sér hita.
Þjóðréttur skota
Haggis eða skoskt slátur er sennilega þekktasti réttur skota og svipar til íslensks sláturs. Þegar fólk fær vitneskju um hráefnið sem notað er bregður því í brún. Haggis er búið til úr innmat úr lömbum. Lungu, hjarta og lifur skepnunnar er soðið og britjað í smátt. Í þetta er blandað nautamör og léttristuðum höfrum. Þessari blöndu er komið fyrir í vömb og hún saumuð saman. Þetta er soðið í upp undir 3 klukkutíma.
Haggis er vanalega borið frá á Burns night, 25. Janúar, þegar skotar fagna fæðingu mesta skálds þeirra, Robert Burns, en hann fæddist þann dag árið 1759 í Ayrskíri. Á hátíðinni eru lesin ljóð eftir hann og haggis er fórnað af einum veislugeistanna einsog talað er um í ljóði Burn, Adress to a haggis. Dæmigerð máltíð á Burns night inniheldur Cock-a-Leekie, haggis með tatties-an´neeps, léttsteikt kjöt og Dunlop ostur.
Heimildaskrá
www.smart.net/~tak/haggis.html.
Glenfidditch stand við Braema í Gathering
www.geo.ed.ac.uk
www. Electricscotland.com
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Frétt1 dagur síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn6 klukkustundir síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn17 klukkustundir síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi