Pistlar
Skemmtilegur pistill frá forseta KM
Klúbbur matreiðslumeistara gefur reglulega út fréttabréf sem ber heitið Kokkafréttir og er dreift til meðlima klúbbsins. Þórir Erlingsson forseti Klúbbs matreiðslumeistara skrifar skemmtilegan pistil í fréttabréfinu, sem hægt er að lesa hér að neðan:
Kæru félagar
Nú þegar haustið er svo sannarlega gengið í garð, sláturtíðin á fullu og berjavertíðin búin þá má alveg fara að huga að þorranum þó jólin komi samt fyrst. Þessi tími ársins þegar margir en samt ótrúlega fáir eru búnir að fylla frystikistur sínar af berjum og villtum sveppum og þá er komin tími til að taka slátur. Þessi siður að taka slátur hefur í gegnum tíðina dregið saman vini og fjölskyldur þar sem heilum degi er varið í það að sauma keppi, skera mör og blanda svo saman við blóð og þykkja á viðeigandi hátt.
En tíðkast það víða að kaupa lambskrokka, hluta af nauti og jafnvel foldald til að fylla á frystikistuna fyrir veturinn jafnvel þó aðgangur að þessum gæðum sé orðin auðveldur allt árið um kring. Minna fer þó fyrir því að fólk safni blóðbergi eða kúmeni úr íslenskri náttúru til að nýta sem krydd á þessi gæðahráefni sem frystikistan er fyllt með.
Haustið er eins og við vitum tími uppskeru þar sem við tökum upp og vinnum allt það hráefni sem landið hefur uppá að bjóða. Í þessari vinnslu höfum við í gengum árin unnið eftir gömlum hefðum þar sem sláturtíðin er 10 vikur, allar kartöflur sem og rófur teknar uppá eins stuttum tíma og mögulegt er, allt aðferðir sem við þekkjum og vitum hver niðurstaðan er. Eftir stendur samt alltaf sú spurning, getum við gert betur?
Þegar við spyrjum okkur hvort við getum gert betur þurfum við líka að reyna að átta okkur á því hvað við eigum við. Eigum við, aukin gæði, minna kolefnisfótspor, lengra tímabil með ferskvöru eða eigum við eitthvað allt annað? Eining er vert að velta fyrir sér hvað við eigum við með auknum gæðum, Þar sem má líta á gæði frá ýmsum sjónarhornum.
Umræða um gæði og framtíð Íslenskra matvæla fer fram víða bæði með og án matreiðslumanna, en ég vill hvetja ykkur matreiðslumenn til að taka þátt í þessari umræðu og jafnvel hefja hana þegar það á við. Við matreiðslumenn eigum mikið undir því að hér á landi sé boðið uppá innlent hágæða hráefni sem við getum nýtt í okkar vinnu og boðið okkar gestum uppá matarupplifun sem ekki er völ á annar staðar. Njótið haustsins kæru félagar.
Þórir Erlingsson
Forseti Klúbbs matreiðslumeistara
Fréttabréfið Kokkafréttir

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt19 klukkustundir síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni5 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?