Keppni
Sigurvegarar úr forkeppni Norrænu nemakeppninnar 2019
Forkeppni Norrænu nemakeppnina í matreiðslu og framreiðslu fór fram í Hótel – og matvælaskólanum í gær miðvikudagunn 9. janúar. Samtals tóku sjö matreiðslunemar og átta framreiðslunemar þátt í lokakeppninni.
Verkefni matreiðslunemanna var:
Matreiða forrétt fyrir sex manns – hráefnið var bleikja, aspas og hollandaise sósa. Bleikjan var í heilu u.þ.b 1,2 til 1,5 kg. Keppendur flökuðu fiskinn á staðnum – öll vinna var á staðnum.
Eftirréttur fyrir sex manns – hluti af eftirréttinum var Baba au Rhum sem átti að vera ekki minna en 35% af heildarstærð réttarins. Einnig átti að nota hindber og hvítt súkkulaði. Heimilt var að koma með deig.
Verkefni framreiðslunemanna var:
Bar, blanda skal tvo drykki fyrir gesti (annan óáfengann), dregið er hvaða drykki skal blanda
Kvöldverðaruppdekkning fyrir 6 rétti fyrir fjóra gesto. Matseðill: Forréttur, seyði, fiskréttur, aðalrétur, ostar og efitirréttur. Vín – sherry, hvítvín, rauðvín og eftirréttavín
Sérvettubrot
Eldsteiking
Fyrirskurður
Úrslit

Frá vinstri til hægri: Gabríel Kristinn Bjarnason, Wiktor Pálsson, Guðjón Baldur Baldursson og Fanney Rún Ágústdóttir.
Í matreiðslu voru hlutskarpastir þeir Gabríel Kristinn Bjarnason nemi á Radisson SAS, Hótel Sögu, meistari er Ólafur Helgi Kristjánsson og Wiktor Pálsson nemi á Radisson SAS, Hótel Sögu, meistari er Sigurður Helgason.
Í framreiðslu voru efst Fanney Rún Ágúsdóttir nemi á Blá lóninu, meistari Styrmir Örn Arnarson og Guðjón Baldur Baldursson nemi VOX, Hilton Nordica meistri er Ólöf Kristín Guðjónsdóttir.
Þessi fjögur koma til með að taka þátt í Norrænu nemakeppninni sem verður haldin í Stokkhólmi dagana 26- 27 apríl næstkomandi.
Myndir: Ólafur Jónsson, Sviðsstjóri matvæla- og veitingasviðs – www.idan.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn4 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn






