Keppni
Sigurður Elvar í danska landsliðinu sigraði á Norðurlandamóti bakara

Danska landsliðið fagnaði sigrinum vel og innilega.
F.v. Stephanie Carbel Svendgaard, Sigurður Elvar Baldvinsson og Per Eckholt
Sigurður Elvar Baldvinsson, bakara og konditor-meistari, var í danska landsliðinu sem sigraði á Norðurlandamóti bakara, Nordic Bakery Cup, sem fram fór í Herning í Danmörku um liðna helgi.
Sjá einnig: Danmörk sigraði Norðurlandakeppni bakara 2018
Hann varð einnig hlutskarpastur í gerð skrautstykkja. Svíar urðu í 2. sæti í liðakeppninni, Norðmenn í því þriðja og lið Íslands hafnaði í fjórða og neðsta sæti.
„Keppendur Íslands stóðu sig alveg eins og hetjur, keppnin var mjög jöfn og mjótt á mununum,“
segir Sigurður í samtali við Morgunblaðið sem birti skemmtilegt viðtal við hann í blaðinu í gær. Hann bætir við að verðlaunin hafi mikla þýðingu fyrir hann.
„Faglega séð er þetta mikill heiður og er ég að uppskera ávöxtinn af mikilli vinnu og mörgum tímum í bakaríinu. Persónulega hefur þetta kannski ennþá meiri þýðingu þar sem ég fékk heilablóðfall fyrir einu og hálfu ári og var frá vinnu í tvo mánuði.
Gerðist reyndar viku eftir að ég varð aðstoðarþjálfari danska bakaralandsliðsins. Ég komst upp úr þeim erfiðleikum með hjálp fjölskyldu og vina en ekki síst landsliðsins sem stóð við bakið á mér allan tímann.“
Myndir: MCH/Tony Brøchner / Facebook: Foodexpo

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni3 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni4 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun8 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni10 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni3 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?