Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Setja 2.5 milljarð í að breyta hjúkrunarheimili í lúxushótel
Falleg fasteign þar sem áður var hjúkrunarheimili starfrækt í, hefur fengið nýja eigendur sem stefna nú á að breyta því í lúxushótel og heilsulind.
Seighford Hall er húsið sem um ræðir en það er staðsett í Staffordshire héraðinu á Englandi, en það hefur legið í eyði í næstum 20 ár. Seighford Hall á langa sögu, en rétt fyrir síðari heimsstyrjöldina var húsið keypt af breska flughernum og var notað sem farfuglaheimili fyrir konur í flughernum. Eftir stríðið var það keypt af lögreglunni sem notaði húsið sem miðstöð lögreglunnar í Staffordshire héraðinu. Því næst var því breytt í hótel og endaði að lokum sem hjúkrunarheimili.
Það er fyrirtækið First Blue Leisure sem standa að framkvæmdunum og eru áætlanir um að setja 2.5 milljarð í framkvæmdirnar.
Lúxushótelið verður 64 herbergja, bar og veitingastaður sem býður upp á staðbundinn mat, heilsulind og glæsilegan garð sem er á 21 hektara svæði.
Stefnt er á að opna hótelið seint á árinu 2022 og áætlað að tryggja 150 manns vinnu.
Myndir: seighfordhall.co.uk
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Starfsmannavelta10 klukkustundir síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Frétt3 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Meistaradagurinn í Hótel- og matvælaskólanum
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði