Keppni
Saltfiskréttir – uppskriftarkeppni
Saltfisksetrið og félagið Matur- saga- menning standa fyrir uppskriftarkeppni um besta saltfiskréttinn. Sigurvin Gunnarsson matreiðslumeistari og Laufey Steingrímsdóttir næringarfræðingur velja fimm uppskriftir.
Hægt er að senda uppskriftir í tölvupósti til matarsetur@matarsetur.is fyrir 23. mars.
Vinningsuppskriftir verða matreiddar í lok menningarviku Grindavíkur 21. – 28. mars og þrjár bestu valdar af þeim. 1.-5. vinningur kr. 30.000, 20.000, 10.000 og tveir 5.000 kr. vinningar. Vinningsuppskriftir verða sýnilegar á heimasíðum www.matarsetur.is og www.saltfisksetur.is
Jafnframt verður í menningarviku hin hefðbundna saltfisksýning Saltfisksetursins Hafnargötu 12a Grindavík. Í fréttatilkynningunni segir að boðið verður upp á matarsmakk, saltfiskbollur o.fl. en sjá má nánar um viðburði í menningarviku á www.grindavik.is

-
Keppni2 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt5 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna1 dagur síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata