Markaðurinn
Salatveisla með mozzarella, jarðarberjum og stökkri parmaskinku
Vetur, sumar, vor og haust – það er alltaf rétta árstíðin fyrir gott salat. Mozzarellaperlurnar smellpassa með ljúffengri dressingunni, ferskum jarðarberjum og stökkri parmaskinkunni.
(fyrir 2)
Innihald:
1 bakki blandað salat
1 bakki jarðarber
4 stórar sneiðar parmaskinka
1 stk. avocado
1 dós Mozzarella perlur
Salatdressing:
2 msk. 18% sýrður rjómi frá Gott í matinn
2 msk. ólífuolía
2 msk. sítrónusafi
1 msk. hunang
Salt og pipar
Aðferð:
Leggið parmaskinkusneiðar á ofnplötu með bökunarpappír og bakið í 175 gráðu heitum ofni þar til skinkan er stökk, u.þ.b. 10-15 mínútur.
Skerið niður salat, jarðarber og avocado og setjið í fallegar skálar eða eina stóra salatskál.
Pískið öllu hráefninu í salatsósuna saman og dreifið yfir salatið.
Toppið að lokum með stökkri skinkunni og mozzarella perlum.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn4 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel10 klukkustundir síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn4 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Markaðurinn17 klukkustundir síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað






