Frétt
Sækja um einkaleyfi á að nota heitið Íslenskt viskí
Matvælastofnun hefur borist umsókn frá Eimverk ehf. þar sem sótt er um vernd fyrir afurðaheitið „Íslenskt viskí/viský- Icelandic Whisky/whiskey“.
Um er að ræða umsókn um vernd afurðarheitis skv. lögum um vernd afurðarheita sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu.
Sótt er í þessu tilviki um vernd sem vísar til uppruna sbr. 4. gr. laga nr. 130/2014. Skv. 2. mgr. 15. gr. sömu laga er heimilt að andmæla fyrirhugaðri skráningu á þessu afurðarheiti og afurðarlýsingu áður en endanleg ákvörðun er tekin um skráningu. Skal það gert innan tveggja mánaða frá birtingu þessarar auglýsingar eða fyrir 7. nóvember 2021. Andmælum skal skila skriflega til Matvælastofnunar á netfangið [email protected].
Afurðalýsingu er að finna hér.
Mynd: úr safni

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Noma snýr heim frá Japan – Tímabil hafsins komið í fullan gang
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Sælkera upplifun í Hörpu: NOMA, grálúða og matarupplifun í hæsta gæðaflokki
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt útspil fyrir bolludaginn – Kanilsnúða- og bolluveisla í einum bita
-
Markaðurinn4 dagar síðan
DreiDoppel kökunámskeið fyrir bakara og veitingafólk
-
Frétt2 dagar síðan
Viðvörun til neytenda: Framleiðslugalli í baunasúpugrunni
-
Frétt3 dagar síðan
Viðvörun: Örverumengun í melónufræjum – Neytendur beðnir um að gæta varúðar