Frétt
Sækja um einkaleyfi á að nota heitið Íslenskt viskí
Matvælastofnun hefur borist umsókn frá Eimverk ehf. þar sem sótt er um vernd fyrir afurðaheitið „Íslenskt viskí/viský- Icelandic Whisky/whiskey“.
Um er að ræða umsókn um vernd afurðarheitis skv. lögum um vernd afurðarheita sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu.
Sótt er í þessu tilviki um vernd sem vísar til uppruna sbr. 4. gr. laga nr. 130/2014. Skv. 2. mgr. 15. gr. sömu laga er heimilt að andmæla fyrirhugaðri skráningu á þessu afurðarheiti og afurðarlýsingu áður en endanleg ákvörðun er tekin um skráningu. Skal það gert innan tveggja mánaða frá birtingu þessarar auglýsingar eða fyrir 7. nóvember 2021. Andmælum skal skila skriflega til Matvælastofnunar á netfangið [email protected].
Afurðalýsingu er að finna hér.
Mynd: úr safni
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Pistlar3 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Markaðurinn3 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn8 klukkustundir síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar






