Keppni
Rúnar Pierre er Kokkur ársins 2022
Keppnin Kokkur ársins 2022 fór fram í Ikea í dag, laugardaginn 30. apríl. Það var Rúnar Pierre Henriveaux sem sigraði keppnina í ár og er þannig Kokkur ársins 2022. Rúnar varð í öðru sæti síðast þegar keppnin fór fram árið 2019. Kristinn Gísli Jónsson varð í öðru sæti og Gabríel Kristinn Bjarnason í því þriðja.
Keppnin var æsispennandi en hún fór fram í sérútbúnum keppniseldhúsum í miðri verslun IKEA og um það bil 10.000 gestir kíktu á keppnissvæðið.
Það var Sigurjón Bragi Geirsson sem hreppti titilinn Kokkur ársins 2019. Sigurjón er fulltrúi Íslands í virtustu einstaklings kokkakeppni í heimi sem ber heitið Bocuse d´Or, en hún fer fram í janúar nk. í Lyon í Frakklandi.
Það er Klúbbur matreiðslumeistara sem hefur veg og vanda að keppninni.
Keppendur í lokakeppninni í ár voru:
Rúnar Pierre Henriveaux
Kristinn Gísli Jónsson
Gabríel Kristinn Bjarnason
Hugi Rafn Stefánsson
Ísak Aron Jóhannsson
Keppnisfyrirkomulag
Dregið var um í hvaða eldhúsi keppendur keppa í úrslitakeppninni. Fyrsti keppandi byrjaði að elda kl. 11:00 sá næsti fimm mínútum síðar og svo koll af kolli.
Sama var upp á teningnum þegar keppendur skiluðu fyrsta rétti, en eldhús 1 skilaði kl. 16:00 og svo næsti fimm mínútum síðar osfr. Áhorfendum og viðskiptavinir Ikea sem áttu leið fram hjá keppniseldhúsunum gátu dottið í lukkupottinn og fengið að smakka af réttum meistaranna þegar keppendurnir skiluðu af sér réttum.
Keppendur elduðu þriggja rétta máltíð fyrir dómarana.
Með fylgir myndir af keppnisréttum Rúnars, sem birtar voru fyrst á frettabladid.is:
Myndir: Brynja Kr. Thorlacius
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni4 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana