Vertu memm

Keppni

Rúnar Pierre er Kokkur ársins 2022

Birting:

þann

Kokkur ársins 2022

Rúnar Pierre Henriveaux

Keppnin Kokkur ársins 2022 fór fram í Ikea í dag, laugardaginn 30. apríl.   Það var Rúnar Pierre Henriveaux sem sigraði keppnina í ár og er þannig Kokkur ársins 2022.  Rúnar varð í öðru sæti síðast þegar keppnin fór fram árið 2019.  Kristinn Gísli Jónsson varð í öðru sæti og Gabríel Kristinn Bjarnason í því þriðja.

Keppnin var æsispennandi en hún fór fram í sérútbúnum keppniseldhúsum í miðri verslun IKEA og um það bil 10.000 gestir kíktu á keppnissvæðið.

Það var Sigurjón Bragi Geirsson sem hreppti titilinn Kokkur ársins 2019.  Sigurjón er fulltrúi Íslands í virtustu einstaklings kokkakeppni í heimi sem ber heitið Bocuse d´Or, en hún fer fram í janúar nk. í Lyon í Frakklandi.

Kokkur ársins 2022

F.v. Kristinn Gísli Jónsson, Rúnar Pierre Henriveaux, Gabríel Kristinn Bjarnason og Þórir Erlingsson, Forseti Klúbbs matreiðslumeistara

Kokkur ársins 2022

F.v. Kristinn Gísli Jónsson 2. sæti, Rúnar Pierre Henriveaux 1. sæti, Gabríel Kristinn Bjarnason 3. sæti.
Afar mjótt var á munum í keppninni, Rúnar var með 254,7 í heildarstig, Kristinn með 254,1 stig og Gabríel með 251,5.

Það er Klúbbur matreiðslumeistara sem hefur veg og vanda að keppninni.

Keppendur í lokakeppninni í ár voru:

Rúnar Pierre Henriveaux

Kristinn Gísli Jónsson

Gabríel Kristinn Bjarnason

Hugi Rafn Stefánsson

Ísak Aron Jóhannsson

Keppnisfyrirkomulag

Dregið var um í hvaða eldhúsi keppendur keppa í úrslitakeppninni.  Fyrsti keppandi byrjaði að elda kl. 11:00 sá næsti fimm mínútum síðar og svo koll af kolli.

Sama var upp á teningnum þegar keppendur skiluðu fyrsta rétti, en eldhús 1 skilaði kl. 16:00 og svo næsti fimm mínútum síðar osfr.   Áhorfendum og viðskiptavinir Ikea sem áttu leið fram hjá keppniseldhúsunum gátu dottið í lukkupottinn og fengið að smakka af réttum meistaranna þegar keppendurnir skiluðu af sér réttum.

Keppendur elduðu þriggja rétta máltíð fyrir dómarana.

Með fylgir myndir af keppnisréttum Rúnars, sem birtar voru fyrst á frettabladid.is:

Kokkur ársins 2022 - Forréttur - Rúnar Pierre Henriveaux

Kokkur ársins 2022 - Aðalréttur - Rúnar Pierre Henriveaux

Kokkur ársins 2022 - Eftirrréttur - Rúnar Pierre Henriveaux

Myndir: Brynja Kr. Thorlacius

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið