Keppni
Rúnar Pierre er Kokkur ársins 2022
Keppnin Kokkur ársins 2022 fór fram í Ikea í dag, laugardaginn 30. apríl. Það var Rúnar Pierre Henriveaux sem sigraði keppnina í ár og er þannig Kokkur ársins 2022. Rúnar varð í öðru sæti síðast þegar keppnin fór fram árið 2019. Kristinn Gísli Jónsson varð í öðru sæti og Gabríel Kristinn Bjarnason í því þriðja.
Keppnin var æsispennandi en hún fór fram í sérútbúnum keppniseldhúsum í miðri verslun IKEA og um það bil 10.000 gestir kíktu á keppnissvæðið.
Það var Sigurjón Bragi Geirsson sem hreppti titilinn Kokkur ársins 2019. Sigurjón er fulltrúi Íslands í virtustu einstaklings kokkakeppni í heimi sem ber heitið Bocuse d´Or, en hún fer fram í janúar nk. í Lyon í Frakklandi.

F.v. Kristinn Gísli Jónsson, Rúnar Pierre Henriveaux, Gabríel Kristinn Bjarnason og Þórir Erlingsson, Forseti Klúbbs matreiðslumeistara

F.v. Kristinn Gísli Jónsson 2. sæti, Rúnar Pierre Henriveaux 1. sæti, Gabríel Kristinn Bjarnason 3. sæti.
Afar mjótt var á munum í keppninni, Rúnar var með 254,7 í heildarstig, Kristinn með 254,1 stig og Gabríel með 251,5.
Það er Klúbbur matreiðslumeistara sem hefur veg og vanda að keppninni.
Keppendur í lokakeppninni í ár voru:
Rúnar Pierre Henriveaux
Kristinn Gísli Jónsson
Gabríel Kristinn Bjarnason
Hugi Rafn Stefánsson
Ísak Aron Jóhannsson
Keppnisfyrirkomulag
Dregið var um í hvaða eldhúsi keppendur keppa í úrslitakeppninni. Fyrsti keppandi byrjaði að elda kl. 11:00 sá næsti fimm mínútum síðar og svo koll af kolli.
Sama var upp á teningnum þegar keppendur skiluðu fyrsta rétti, en eldhús 1 skilaði kl. 16:00 og svo næsti fimm mínútum síðar osfr. Áhorfendum og viðskiptavinir Ikea sem áttu leið fram hjá keppniseldhúsunum gátu dottið í lukkupottinn og fengið að smakka af réttum meistaranna þegar keppendurnir skiluðu af sér réttum.
Keppendur elduðu þriggja rétta máltíð fyrir dómarana.
Með fylgir myndir af keppnisréttum Rúnars, sem birtar voru fyrst á frettabladid.is:
Myndir: Brynja Kr. Thorlacius
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið6 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn5 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn6 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni









