Uppskriftir
Rommborgari Rakarans – Ekki hæfur yngri en 20 ára
Veitingageirinn.is hafði fregnir af sælkera hamborgara sem Hrólfur Baldursson rakari á Siglufirði hafði eldað. Við forvitnuðumst nánar um borgarann og fengum Hrólf til að senda okkur uppskriftina til að bæta í safnið hér á vefnum.
Rommborgari Rakarans
Þegar ég vil gera einkar vel við mig í mat og drykk og til hátíðarbrigða, sem er reyndar mjög oft og iðulega hendi ég oftast í góðan burger.
Ekkert toppar góðan borgara og borgarar eru að mínu mati hin fullkomna máltíð. Hefur allt sem þarf. Einn af mínum uppáhalds er Rommborgarinn.
Jack Sparrow heimsótti Hrólf í draumi
Ég er mikill Jack Sparrow aðdáandi og hugmyndina að þessum borgara fékk ég eftir að herra Sparrow heimsótti mig í draumi.
Hann var reyndar dauðadrukkinn og dróst ekki upp úr honum eitt einasta orð og ég skildi hvorki upp né niður í þessum draumi en ég skynjaði mjög sterkt að hann leit mjög upp til mín og hann hafði einhvern veginn fulla trú á því að ég mundi gera eitthvað frábært úr þessum draumi.
Ég náði að sannfæra sjálfan mig um að hann væri að leita eftir því að ég mundi gera virkilega góðan Romm-Borgara honum til heiðurs, sem ég náttúrulega gerði. Við vorum jú perlu vinir í draumnum þó við höfum ekki talað mikið saman.
Uppskriftin – Rommborgari Rakarans
Innihaldsefni í borgara = Kex, Romm auðvitað eitthvað úrvals Kjöt & Krydd að eigin vali. ( camenbert undir ostinn) Ostur á borgarann.
Ritz kex eða svipað kex sett í skál og mulið. Ég nota oft Elephant Pretzels Sea Salt kex ef ég kemst í það annars er Ritz mjög fínt. Einn, til einn og hálfur, cl eðalromm blandað saman við kexið og kexið látið draga rommið vel í sig, Plantation Orginal Dark Romm er mitt thing, bezta sem ég hef prufað hingað til.
Kjötkúla sett útí romm & kex blönduna létt-dash salt og örlítið krydd og hnoðað í kúlu og geymt í smástund á meðan ég brasa í kartöflum og brauði.
Hamborgarabrauð smurt með hunangs sinnepi og smjöri og steikt á pönnu. Eftir steikingu á brauði set ég Japanskt mæjó á brauðbotninn, örlítið kál, smá rauðlauk og púrrulauk og 2-3 eplaskífur sem hafa legið í Rommi í allavega 10 mínútur settar þar ofan á. Ef þú vilt minna romm bragð er ágætt að steikja eplaskífurnar létt.
KjötKúlan sett á pönnu og klesst niður í smass og látin malla báðar hliðar. Camenbert ostur settur á miðju borgarans þegar búið er að snúa honum á pönnunni, ostur ofan á og látið steikjast í smástund. Þegar borgarinn er að verða til helli ég rommi yfir ostinn á borgaranum og flambera hann vel, helst þannig að osturinn bráðni xtra vel.
Borgarinn settur á brauðbotninn, helli restinni af romminu sem eplaskífurnar lágu í yfir borgarann, mæjó og síðustu eplaskífuna.
Vídeó
Meðlæti
Meðlæti er þetta týpíska, kartöflur. Smælki finnst mér allra bezt. Vanalega sýð ég kartöflurnar, sker í helminga og steiki svo á pönnu vel kryddaðar og saltaðar. Japanskt mæjó yfir og til dæmis graslauk.
Eftir einn ei aki neinn
Ekki keyra eftir þennan borgara og hann er ekki hæfur þeim sem eru undir 20 ára aldri. Eða óvirkum ölkum, það gæti verið stórhættulegt að gefa þeim þetta.
Höfundur og myndir: Hrólfur Baldursson, eigandi Hrímnir Hár og Skegg og barsins Kveldúlf við Suðurgötu 10 á Siglufirði.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni5 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni5 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin