Uppskriftir
Reykt ýsa, kartöflur og rúgbrauð
Reykt ýsa
Aðferð:
Sett á bakka og elduð á 55 °C í 20 mínútur.
Kartöflu og eplasalat
Hráefni:
1 stk. bökunarkartafla ½ grænt epli
1 stk. skalottlaukur
piparrót
salt
majónes
Aðferð:
Skrælið og skerið kartöflur í teninga, eldið þar til þær eru mjúkar, epli skrælt og skorið í sömu stærð og kartöflurnar, blandað saman við lauk og majónes þar til majónesið hjúpar allt.
Smakka til með salti og piparrót.
Rúgbrauð-scrumble
Rúgbrauð unnið í matvinnsluvél, bakað með olíu og salti við 160 °C í 20 mín.
Dillolía
200 g dill
200 g olía
Aðferð:
Sett í blandara og unnið saman þar til blandan nær 70 gráðum, þá sigtað.
Radísur
Skornar þunnt með eldhúsmandólíni og settar í vatn.
Fiskisósa
5 stk. fennel ½ græn epli
1 skalottlaukur
1 geiri hvítlaukur
1 búnt sítrónugras
3 anisstjörnur
10 g fennelfræ
10 g svört piparkorn
2 sítrónur, safinn og börkurinn
500 g hvítvín
1 l rjómi
250 g smjör
500 g fiskisoð
Aðferð:
Allt skorið fínt og svitað vel og lengi, hvítvíni bætt við og soðið niður, svo fiskisoðið og soðið niður, að lokum rjómi soðinn aðeins niður og smjörinu pískað saman við, smakkað til með salti.
Höfundur: Sindri Guðbrandur Sigurðsson matreiðslumeistari
Uppskrift þessi var birt í tímaritinu Vín og matur.

-
Keppni1 dagur síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins – Spennandi helgi framundan
-
Keppni2 dagar síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Lúxusbrauðterta fyrir ostunnendur – dásamlega einföld
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan
-
Keppni17 klukkustundir síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Reykjavík Cocktail Week: Sjö dagar af kokteilum, stemningu og viðburðum – Hátíðin fer fram 31. mars – 6. apríl
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni