Uppskriftir
Reykt ýsa, kartöflur og rúgbrauð
Reykt ýsa
Aðferð:
Sett á bakka og elduð á 55 °C í 20 mínútur.
Kartöflu og eplasalat
Hráefni:
1 stk. bökunarkartafla ½ grænt epli
1 stk. skalottlaukur
piparrót
salt
majónes
Aðferð:
Skrælið og skerið kartöflur í teninga, eldið þar til þær eru mjúkar, epli skrælt og skorið í sömu stærð og kartöflurnar, blandað saman við lauk og majónes þar til majónesið hjúpar allt.
Smakka til með salti og piparrót.
Rúgbrauð-scrumble
Rúgbrauð unnið í matvinnsluvél, bakað með olíu og salti við 160 °C í 20 mín.
Dillolía
200 g dill
200 g olía
Aðferð:
Sett í blandara og unnið saman þar til blandan nær 70 gráðum, þá sigtað.
Radísur
Skornar þunnt með eldhúsmandólíni og settar í vatn.
Fiskisósa
5 stk. fennel ½ græn epli
1 skalottlaukur
1 geiri hvítlaukur
1 búnt sítrónugras
3 anisstjörnur
10 g fennelfræ
10 g svört piparkorn
2 sítrónur, safinn og börkurinn
500 g hvítvín
1 l rjómi
250 g smjör
500 g fiskisoð
Aðferð:
Allt skorið fínt og svitað vel og lengi, hvítvíni bætt við og soðið niður, svo fiskisoðið og soðið niður, að lokum rjómi soðinn aðeins niður og smjörinu pískað saman við, smakkað til með salti.
Höfundur: Sindri Guðbrandur Sigurðsson matreiðslumeistari
Uppskrift þessi var birt í tímaritinu Vín og matur.
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun16 klukkustundir síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni3 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Nemendur & nemakeppni18 klukkustundir síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hákarl á þorrabakkann