Viðtöl, örfréttir & frumraun
Ragnar Eiríksson beðinn um að leiðbeina Gordon Ramsay um landið
Stjörnukokkurinn Gordon Ramsay hefur síðustu vikuna verið við tökur á nýjum sjónvarpsþætti á Vestfjörðum. Ragnar Eiríksson, kokkur á Vínstúkunni Tíu dropum, hefur verið honum innan handar, og leitt hann í allan sannleikann um íslenska matargerð.
Tökur hófust á Vestfjörðum á mánudag en þeim er nú lokið. Í þáttunum ræðir Ramsay við matvælaframleiðendur, matreiðslumenn og safnara og kynnir sér íslenskt hráefni.
Ragnar var áður yfirkokkur á Dill, sem var fyrsti íslenski staðurinn til að hljóta Michelinstjörnu. Hann viðurkennir að það hafi komið á óvart að fá símtal frá framleiðsluteymi þáttanna og vera beðinn um að leiðbeina Ramsay um landið, að því er fram kemur á mbl.is sem er með nánari umfjöllun hér.
-
Markaðurinn3 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Markaðurinn4 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni2 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Frétt4 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?
-
Markaðurinn2 dagar síðanRýmingarsala á nokkrum línum frá BONNA







