Uppskriftir
Quiche Lorraine með beikoni, spergilkáli og lauk
Þetta er frábær, léttur réttur t.d í hádeginu með góðu salati. Franskara en allt sem franskt er.
Deig:
250 gr hveiti
1 tsk salt
150 gr kalt smjör
1 eggjarauða
5o ml kalt vatn
Hnoðað saman og hvílt í kæli í að minnsta kosti 2 tíma. Fletjið síðan þunnt út og komið fyrir í springformi. Látið deigið ná c.a. 2-3 cm upp á hliðar formsins. Kælið.
Fylling:
125 gr reykt flesk í bitum (blanserað stutta stund)
2 litlir laukar í sneiðum (blanserað stutta stund)
250 gr spergilkál í bitum (Soðið í 3 mínútur í saltvatni)
60 gr rifinn ostur
4-5 dl mjólkursósa bætt með rjóma (Þykkt mjólk og rjómi með smjörbollu)
3 eggjarauður
3 egg
Múskat, salt og pipar
Látið allt vatn renna vel af káli, lauk og fleski, og setjið í bökuformið. Hrærið egg og ost út í kælda sósuna og hellið yfir fyllinguna. Bakið við 190 gráður í 35-55 mínútur allt eftir stærð formsins og þykkt bökunnar.
Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun6 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt2 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun11 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla