Uppskriftir
Pasta með laxi og ravioli
Pasta með laxi og ravioli
Fyrir fjóra
800g lax (úrbeinaöur og roðlaus), skorinn í steikur
400g ravioli með sveppafyliingu (soðið eftir leiðbeiningu)
Sósan:
3 msk sveppasmurostur
1 dl mjólk
1 msk pestó (úr krukku,eða laga sjálfur)
smá brot af kjúklingateningi eða fiskiteningi
salt og pipar
Aðferð:
Grillið laxinn þar til hanner við það að vera fulleldaður (einnig er hægt að steikja hann á pönnu).
Það er reyndar erfitt að segja til um eldunartímann þegar verið er að grilla vegna þess að hitinn er svo misjafn í grillunum.
Þá er pastað soðið og haldið volgu á meðan sósan er gerð.
Allt ráefnið í sósuna er sett í pott og soðið þar til rjómaosturinn er bráðnaður.
Þá er pastanu bætt út í sósuna og salti og pipar bætt við eftir smekk.
Borið fram með uppáhalds grænmeti, salati og brauði.
Höfundur er Ragnar Ómarsson matreiðslumeistari
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel23 klukkustundir síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn4 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn1 dagur síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn4 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni






