Viðtöl, örfréttir & frumraun
Pasquale Castelluccia gestakokkur á Nebraska
Dagana 5. – 9. mars, mun Pasquale Castelluccia vera gestakokkurinn á veitingastaðnum Nebraska við Barónsstíg 6 í Reykjavík.
Pasquale kemur frá Ítalíu og tekur yfir eldhús Nebraska og býður upp á set menu matarupplifun sem hann hefur sérhannað fyrir veitingastaðinn.
Pasquale Castelluccia hefur mikla reynslu af bæði ítalskri og franskri matargerð en hann hefur m.a. starfað á ítalska Michelin veitingastaðnum Damiano Nigro.
Pasquale er fæddur og uppalinn í smáþorpinu Carpino á Ítalíu umkringdur ólífuræktun fjölskyldunnar. Snemma varð hann innblásinn af notkun árstíðabundna hráefna í matargerð og lærði pastagerð ungur aldri af ömmu sinni.
16 ára gamall varð ástríða hans að atvinnu hans en sína fyrstu reynslu sótti hann á nærliggjandi veitingastöðum áður en hann flutti til Parísar og lærði þar franska matargerð undir sérfræðingum í franskri matreiðslu. Þegar Pasquale sneri aftur til Ítalíu landaði hann starfi hjá Michelin veitingastaðnum Damiano Nigro í Palas Cerequio.
Matseðillinn er hannaður út frá bragði og ilmum frá heimasvæði hans blandað við nútímalegri stíl.
5 rétta seðill: 12.990 kr.-.
Vínpörun: 10.990 kr.-.
3 rétta seðill: 8.990 kr.-.
Vínpörun: 6.990 kr.-.
Borðabókanir:
S.431-3131
dineout.is/nebraska
Ath. Hópar stærri en 8 bóki borð með símtali eða tölvupósti á [email protected].
Mynd: facebook / Nebraska – fataverslun & veitingastaður
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni17 klukkustundir síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni4 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt5 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu