Vertu memm

Keppni

Óskað eftir sjálfboðaliðum á Nordic Roaster Forum

Birting:

þann

Reykjavik Natura hótel

Skipulagsnefnd Nordic Roaster Forum og Kaffibarþjónafélag Íslands leitar nú að fólki sem hefur áhuga á að hjálpa til bak við tjöldin á ráðstefnu sem verður haldin á Hótel Natura 8.-9. nóvember næstkomandi.  Gengur vinnan að mestu út á að undirbúa og ganga frá eftir smökkun, en þessi vettvangur einkennist mikið af vinnusmiðjum.

Mikilvægt er að sjálfboðaliðar sýni sjálfstæði í vinnubrögðum og sakar ekki að þeir hafi reynslu af uppsetningu á kaffismökkun. Um leið og þetta er mikil vinna yfir þessa tvo daga er starfið einnig tækifæri til að fylgjast með fyrirlestrum, læra og blanda geði við annað fólk úr faginu.

Áhugasamir geta kíkt á heimasíðu Kaffibarþjónafélag Íslands fyrir nánari upplýsingar.

 

Mynd úr safni: Sverrir

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið