Frétt
Ómerktur ofnæmisvaldur í Bónus Kjarnabrauði
Matvælastofnun vekur athygli á að Bónus Kjarnabrauð inniheldur ofnæmis- og óþolsvaldinn lúpínu án þess að það komi fram á umbúðum. Mistök áttu sér stað við pökkun og Myllan ehf. innkallar nú vöruna, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.
Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi lotu:
Vörumerki: Bónus
Vöruheiti: Kjarnabrauð
Best fyrir dagsetning: 15.09.2020
Framleiðandi: Myllan, Blikastaðavegi 2-8, 112 Reykjavík
Dreifing: Verslanir Bónus um land allt
Varan er skaðlaus fyrir þá sem ekki eru viðkvæmir fyrir lúpínu og afurðum hennar. Þeir neytendur sem eiga umrædda vöru og eru viðkvæmir fyrir lúpínu eða lúpínuafurðum eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga eða skila henni í þeirri verslun þar sem hún var keypt.
Mynd: aðsend
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni5 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Keppni1 dagur síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Keppni10 klukkustundir síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Keppni2 dagar síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni3 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný