Frétt
Ómerktur ofnæmisvaldur í Bónus Kjarnabrauði
Matvælastofnun vekur athygli á að Bónus Kjarnabrauð inniheldur ofnæmis- og óþolsvaldinn lúpínu án þess að það komi fram á umbúðum. Mistök áttu sér stað við pökkun og Myllan ehf. innkallar nú vöruna, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.
Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi lotu:
Vörumerki: Bónus
Vöruheiti: Kjarnabrauð
Best fyrir dagsetning: 15.09.2020
Framleiðandi: Myllan, Blikastaðavegi 2-8, 112 Reykjavík
Dreifing: Verslanir Bónus um land allt
Varan er skaðlaus fyrir þá sem ekki eru viðkvæmir fyrir lúpínu og afurðum hennar. Þeir neytendur sem eiga umrædda vöru og eru viðkvæmir fyrir lúpínu eða lúpínuafurðum eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga eða skila henni í þeirri verslun þar sem hún var keypt.
Mynd: aðsend

-
Markaðurinn2 dagar síðan
Veitingastaðurinn Stapinn á Arnarstapa er til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Íslandsmót barþjóna5 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
ÓJ&K-ÍSAM – Opnunartímar apríl og maí 2026
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kokkafatnaður fyrir lítil og stór eldhús – sjáðu úrvalið á netinu eða í verslun
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Zendaya hjálpar Tom Holland að skapa nýjan bjór án áfengis – Tom Holland: „Ég vil hjálpa öðrum“