Frétt
Ómerktar möndlur og hnetur í sítrónufromage
Matvælastofnun varar við neyslu á Blomsterbergs sítrónufromage fyrir þá sem eru með ofnæmi eða óþol fyrir möndlum eða hnetum, þ.m.t. herslihnetum. Upplýsingar um innköllunina bárust í gegnum RASFF viðvörunarkerfi Evrópu um matvæli og fóður. Krónan hefur innkallað vöruna úr öllum verslunum sínum, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.
Innköllunin á við allar lotur og best fyrir dagsetningar:
- Vörumerki: Blomsterbergs
- Vöruheiti: Blomsterbergs citronfromage, 116 g
- Strikanúmer: 5420047405739
- Nettómagn: 116 g
- Lotunúmer: Öll lotunúmer
- Best fyrir: Allar dagsetningar
- Framleiðandi: Food N Joy SA
- Framleiðsluland: Belgía
- Innflytjandi: Krónan ehf., Skarfagörðum 2, 104 Reykjavík.
- Dreifing: Verslanir Krónunnar um land allt
Viðskiptavinir sem keypt hafa umrædda vöru og eru viðkvæmir fyrir hnetum eða möndlum og afurðum úr þeim eru hvattir til að neyta hennar ekki og farga eða skila henni í þeirri verslun þar sem hún var keypt.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Frétt22 klukkustundir síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
POP-UP helgi á Eyju – Andreas töfrar fram 5 rétta seðil!