Frétt
Ómerktar möndlur og hnetur í sítrónufromage
Matvælastofnun varar við neyslu á Blomsterbergs sítrónufromage fyrir þá sem eru með ofnæmi eða óþol fyrir möndlum eða hnetum, þ.m.t. herslihnetum. Upplýsingar um innköllunina bárust í gegnum RASFF viðvörunarkerfi Evrópu um matvæli og fóður. Krónan hefur innkallað vöruna úr öllum verslunum sínum, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.

Innköllunin á við allar lotur og best fyrir dagsetningar:
- Vörumerki: Blomsterbergs
- Vöruheiti: Blomsterbergs citronfromage, 116 g
- Strikanúmer: 5420047405739
- Nettómagn: 116 g
- Lotunúmer: Öll lotunúmer
- Best fyrir: Allar dagsetningar
- Framleiðandi: Food N Joy SA
- Framleiðsluland: Belgía
- Innflytjandi: Krónan ehf., Skarfagörðum 2, 104 Reykjavík.
- Dreifing: Verslanir Krónunnar um land allt
Viðskiptavinir sem keypt hafa umrædda vöru og eru viðkvæmir fyrir hnetum eða möndlum og afurðum úr þeim eru hvattir til að neyta hennar ekki og farga eða skila henni í þeirri verslun þar sem hún var keypt.
-
Markaðurinn1 dagur síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Pistlar4 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn2 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn4 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Vín, drykkir og keppni8 klukkustundir síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi






