Frétt
Ómerktar möndlur og hnetur í sítrónufromage
Matvælastofnun varar við neyslu á Blomsterbergs sítrónufromage fyrir þá sem eru með ofnæmi eða óþol fyrir möndlum eða hnetum, þ.m.t. herslihnetum. Upplýsingar um innköllunina bárust í gegnum RASFF viðvörunarkerfi Evrópu um matvæli og fóður. Krónan hefur innkallað vöruna úr öllum verslunum sínum, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.
Innköllunin á við allar lotur og best fyrir dagsetningar:
- Vörumerki: Blomsterbergs
- Vöruheiti: Blomsterbergs citronfromage, 116 g
- Strikanúmer: 5420047405739
- Nettómagn: 116 g
- Lotunúmer: Öll lotunúmer
- Best fyrir: Allar dagsetningar
- Framleiðandi: Food N Joy SA
- Framleiðsluland: Belgía
- Innflytjandi: Krónan ehf., Skarfagörðum 2, 104 Reykjavík.
- Dreifing: Verslanir Krónunnar um land allt
Viðskiptavinir sem keypt hafa umrædda vöru og eru viðkvæmir fyrir hnetum eða möndlum og afurðum úr þeim eru hvattir til að neyta hennar ekki og farga eða skila henni í þeirri verslun þar sem hún var keypt.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni2 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni3 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Keppni4 dagar síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Keppni4 dagar síðan
Fyrsta keppnisdegi Global Chefs Challenge lokið á Ítalíu
-
Keppni2 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Einstakt, dýrmætt og eftirsótt – Hvað gerir Masseto svo sérstakt?