Frétt
Ómerkt mjólk, sellerí og soja í ýsu í raspi
Matvælastofnun varar neytendur með ofnæmi eða óþol fyrir mjólk, sellerí og/eða soja við neyslu á ýsu í raspi frá fyrirtækinu FBO ehf. (Fiskbúðin okkar) með síðasta notkunardag 19.04.20 og 20.04.20. Við eftirlit Matvælastofnunar kom í ljós að varan inniheldur þessa ofnæmisvalda án þess að það komi fram á umbúðum. Fyrirtækið hefur innkallað vöruna.
Innköllunin á einungis við eftirfarandi framleiðslulotur:
- Vöruheiti: Ýsa í raspi
- Framleiðandi: FBO ehf. (Fiskbúðin okkar), Eyjaslóð 7, 101 Reykjavík
- Framleiðsludagsetningar: 14.04.20 og 15.04.20
- Framleiðslumagn: 360 kg báða dagana
- Síðasti notkunardagur: 19.04.20 og 20.04.20
- Dreifingaraðilar: Bónus verslanir á höfuðborgarsvæðinu
Neytendur með ofnæmi eða óþol fyrir mjólkursykri, soja og/eða sellerí geta skilað vörunni til FBO ehf, Eyjaslóð 7, 101 Reykjavík eða til Bónusverslana gegn endurgjaldi.
Varan er skaðlaus þeim sem ekki eru með ofnæmi eða óþol fyrir ofangreindum ofnæmisvöldum.
Mynd: úr safni
-
Markaðurinn7 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Vín, drykkir og keppni7 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt2 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís






