Frétt
Ómerkt mjólk, sellerí og soja í ýsu í raspi
Matvælastofnun varar neytendur með ofnæmi eða óþol fyrir mjólk, sellerí og/eða soja við neyslu á ýsu í raspi frá fyrirtækinu FBO ehf. (Fiskbúðin okkar) með síðasta notkunardag 19.04.20 og 20.04.20. Við eftirlit Matvælastofnunar kom í ljós að varan inniheldur þessa ofnæmisvalda án þess að það komi fram á umbúðum. Fyrirtækið hefur innkallað vöruna.
Innköllunin á einungis við eftirfarandi framleiðslulotur:
- Vöruheiti: Ýsa í raspi
- Framleiðandi: FBO ehf. (Fiskbúðin okkar), Eyjaslóð 7, 101 Reykjavík
- Framleiðsludagsetningar: 14.04.20 og 15.04.20
- Framleiðslumagn: 360 kg báða dagana
- Síðasti notkunardagur: 19.04.20 og 20.04.20
- Dreifingaraðilar: Bónus verslanir á höfuðborgarsvæðinu
Neytendur með ofnæmi eða óþol fyrir mjólkursykri, soja og/eða sellerí geta skilað vörunni til FBO ehf, Eyjaslóð 7, 101 Reykjavík eða til Bónusverslana gegn endurgjaldi.
Varan er skaðlaus þeim sem ekki eru með ofnæmi eða óþol fyrir ofangreindum ofnæmisvöldum.
Mynd: úr safni
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Bocuse d´Or12 klukkustundir síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or15 klukkustundir síðan
Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir
-
Bocuse d´Or20 klukkustundir síðan
Sindri Guðbrandur hóf keppni í Bocuse d´Or í morgun – Bein útsending
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Keppni2 dagar síðan
Daníel Oddsson á Jungle hreppti Bláa Safírinn 2025 – Myndaveisla