Frétt
Ómerkt mjólk, sellerí og soja í ýsu í raspi
Matvælastofnun varar neytendur með ofnæmi eða óþol fyrir mjólk, sellerí og/eða soja við neyslu á ýsu í raspi frá fyrirtækinu FBO ehf. (Fiskbúðin okkar) með síðasta notkunardag 19.04.20 og 20.04.20. Við eftirlit Matvælastofnunar kom í ljós að varan inniheldur þessa ofnæmisvalda án þess að það komi fram á umbúðum. Fyrirtækið hefur innkallað vöruna.
Innköllunin á einungis við eftirfarandi framleiðslulotur:
- Vöruheiti: Ýsa í raspi
- Framleiðandi: FBO ehf. (Fiskbúðin okkar), Eyjaslóð 7, 101 Reykjavík
- Framleiðsludagsetningar: 14.04.20 og 15.04.20
- Framleiðslumagn: 360 kg báða dagana
- Síðasti notkunardagur: 19.04.20 og 20.04.20
- Dreifingaraðilar: Bónus verslanir á höfuðborgarsvæðinu
Neytendur með ofnæmi eða óþol fyrir mjólkursykri, soja og/eða sellerí geta skilað vörunni til FBO ehf, Eyjaslóð 7, 101 Reykjavík eða til Bónusverslana gegn endurgjaldi.
Varan er skaðlaus þeim sem ekki eru með ofnæmi eða óþol fyrir ofangreindum ofnæmisvöldum.
Mynd: úr safni

-
Markaðurinn2 dagar síðan
Veitingastaðurinn Stapinn á Arnarstapa er til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Íslandsmót barþjóna5 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
ÓJ&K-ÍSAM – Opnunartímar apríl og maí 2026
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kokkafatnaður fyrir lítil og stór eldhús – sjáðu úrvalið á netinu eða í verslun
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Zendaya hjálpar Tom Holland að skapa nýjan bjór án áfengis – Tom Holland: „Ég vil hjálpa öðrum“