Vertu memm

Vín, drykkir og keppni

Ölvisholt brugghús; íslenskur bjór vekur athygli í Skandinavíu

Birting:

þann

Það kannast eflaust flestir bjóráhugamenn á Íslandi við bruggghúsið í Ölvisholti sem framleiðir Skjálfta, Freyju, Móra og Lava ásamt árstíðabundnum bjórum. Síðustu misseri hefur hróður þessarar frábæru framleiðslu borist út fyrir landsteinana.  Til að mynda vakti Skjálfti mikla athygli á bjórsýningu í Kaupmannahöfn í fyrra og hlaut fullt hús stiga af dómnefnd dönsku bjóráhugamanna samtökunum sem birtu niðurstöður sínar í danska Extrablaðinu.  Þessi jákvæða athygli varð til þess að erlendir dreifingaraðilar fóru að hafa samband.

Fréttaritara Freistingar þyrsti í að vita meira og hafði samband við Jón E. Gunnlaugsson, stjónarformann Ölvisholts brugghúss.

„“Það voru ýmsir aðilar sem hvöttu mig til að taka þetta skref enda átti ég stórar og miklar byggingar sem ekkert voru notaðar.  Svo fékk ég með mér í þetta nágranna minn Bjarna Einarsson eggjabónda og við hjóluðum í málið af fullum krafti.

Við komumst í kynni við Gourmet Bryggeriet í Danmörku sem gerði okkur tilboð í fullbúna verksmiðju og inní í samningnum var útflutningssamningur við þá.” Segir Jón sem kveðst hafa verið mikill bjóráhugamaður allt frá blautu barnsbeini.  ”Næsta skref var svo að ráða bruggmeistara en við vorum svo lánssamir að finna vel menntaðan íslenskan bruggmeistara sem heitir Valgeir Valgeirsson.”“

Jón og félagar eru nýkomnir heim af Stockholm Beer & Whiskey Festival þar sem þeir eru orðnir árlegir gestir. “Þar vorum við með kynningu á bás hjá okkar dreifingaraðila í Svíþjóð, Wicked Wine. Það fór ekki mikið fyrir okkar bás á sýningunni en smá saman kvisaðist það út að það væri íslenskt brugghús þarna sem væri með frábæran bjór. Það endaði svo með því að seinni helgina hjá okkur á sýningunni var alveg stöðugur straumur á básinn hjá okkur, starfsfólk Systembolaget(“Ríkið” í Svíþjóð), veitingahúsaeigendur og svo almenningur í restina”

Einnig stefnir sænskur bjóráhugahópur á ferð til íslands, gagngert til að heimsækja Ölvisholt eftir að hafa smakkað Lava bjórinn. En Lava, Skjálfti og Móri eru nú þegar komnir í sölu í Svíþjóð ásamt jólabjórnum.

Í október hefst svo sala á Lava í Kanada og allar tegundir Ölvisholts fara í sölu í Danmörku á sama tíma auk þess sem unnið er að markaðsetningui í Noregi.

Þeir félagar stefna svo á aðra bjórsýningu, nú DarkÖl festival í Gautaborg í Svíþjóð þar sem mikil áhersla verður lögð á Lava bjórinn.
Svo hæglega má segja að í nógu sé að snúast, enda vekur það athygli erlendis að tveir bændur á Íslandi séu að brugga bjór í gömlu fjósi sem er fyllilega samkeppnisfær við stór brugghús í Evrópu og Ameríku.

Þetta frábæra framtak gefur gott fordæmi, og sýnir að útflutningsmarkaður fyrir íslenskar sælkeravörur er klárlega til staðar, er góð landkynning og hefur einnig örvandi áhrif á ferðamannaiðnaðinn.

Ragnar Eiríksson skrifar

Almenn umfjöllun, víndómar og viðtöl, blandað ýmsum fróðleik um Ísland, mat, drykki og fleira því tengt.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið