Markaðurinn
Ölgerðin kynnir: Thomas Henry Cold Brew Coffee Tonic
Um er að ræða sérstaklega skemmtilegan og frískan tonic, sem passar mjög vel í hina ýmsu drykki eða bara einn og sér!
Hvað er Cold Brew?
Við skulum byrja á því sem það er ekki – kalt kaffi. Cold Brew er sérdrykkur innan kaffigeirans eins og espressó eða Latte Macchiatto, og margir af betri kaffibarþjónum heims eru nú að vinna með það. Ólíkt venjulegu kaffi er Cold Brew ekki lagað heitt, heldur er ,,hellt upp á það” í marga klukkutíma við stofuhita. Þó að hugtakið Cold Brew gæti hljómað svolítið skringilega, þá er bragðið þeim mun áhrifameira: Hugsaðu þér létta sýru, hreint bragð, vott af beiskju og frískandi koffín.
Hvernig er Cold Brew lagað?
Tíminn skiptir sköpum hér – sem þýðir mikið af honum! Til að laga Cold Brew er köldu vatni og grófmöluðu kaffi blandað saman. Blandan er síðan látin liggja yfir nótt, og þannig dregur vatnið fram fullkomið bragð kaffisins. Blandan er loks síuð í gegnum sigti, útkoman verður kröftugt, bragðmikið Cold Brew. Borið fram með klökum og þú ert kominn með svalandi valkost við hversdagslegt heitt kaffi.
Af hverju passa Cold Brew og tónik svona vel saman?
… var það sem við spurðum okkur í sífellu á meðan við prófuðum blönduna með barþjónum í Berlín. Við gátum bara ekki trúað hversu vel þessir tveir drykkir færu saman. En raunin er sú að þetta meikar fullkominn sens: Milda beiskjan sem þú finnur bæði í Cold Brew og tónik er hinn fullkomni grunnur, og við blómkenndan sætleika Thomas Henry tóniksins harmonerast svo kröftugt og ríkulegt bragð Cold Brew kaffis.
Kaffi í kokteilum? Hvað er svosum nýtt við það?
Í rauninni ekkert, sniðugir barþjónar hafa verið að blanda kokteila með kaffi síðan Espresso Martini, klassíski kaffikokteillinn var fundinn upp. Sögur segja að barþjónn frá London að nafni Dick Bradsell hafi fundið upp þennan kokteil, sem búinn er til með vodka, kældu espressó og kaffikíkjör, á seinni hluta níunda áratugarins, eftir að vel þekkt súpermódel bað um áfengan drykk sem myndi halda henni vakandi og í fullu fjöri alla nóttina. Bradsell leit á espressóvélina á barnum – og restin er segin saga.
Kannski kannast þú jafnvel við frægasta kaffikokteilsdrykkjumanninn Jeff Bridges, best þekktur fyrir hlutverk sitt sem ,,the Dude“ í költkvikmyndinni ,,The Big Lebowski“. Í myndinni virðist ,,the Dude” bara ekki fá nóg af bragðgóðum Hvítum Rússa, sem gerðir eru úr vodka, kaffilíkjör og mjólk. Með því að halda áfram að byggja ofan á sterka hefð sem nær jafnframt yfir heimsálfur og til sögufrægra persóna úr költmyndum, erum við hjá Thomas Henry spennt að byrja nýjan kafla í kaffikokteilssögunni með Thomas Henry Coffee Tonic!
Skoðaðu bestu Thomas Henry kaffidrykkina og blandaðu sjálf/ur.
Af hverju að drekka Thomas Henry Coffee Tonic?
Ekki bara vegna þess hversu bragðgóður hann er, heldur er einnig fáránlega einfalt að meðhöndla hann. Barþjónar þurfa ekki að búa til sitt eigið Cold Brew – þeir geta einfaldlega notað Thomas Henry Coffee Tonic. Hreint bragð hans gerir hann að fullkomnum félagsskap fyrir romm, líkjöra og sterkt áfengi. Í óáfengum drykkjum og kokteilum dregur hann einnig fram ríkulega og ljúffenga tóna. Eins og með alla aðra drykki frá Thomas Henry er Coffee Tonic glútenfrír og vegan.
Er hægt að drekka Thomas Henry Coffee Tonic óblandaðan?
Auðvitað er það hægt! Tónik og Cold Brew í einni flösku – þarna erum við að tala um einstakan drykk sem þarf ekkert meira! Thomas Henry Coffee Tonic er óáfengur drykkur sem markar upphafið á skemmtilegu kvöldi eða lokakaflann á ógleymanlegri kvöldstund.
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Veitingastaðurinn Brixton opnar formlega
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Markaðurinn21 klukkustund síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt2 klukkustundir síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku