Uppskriftir
Óhefðbundið kartöflusalat
Hér er frekar óhefðbundið kartöflusalat sem ég hef fengið mjög góð comment á. Mjög létt og einfalt salat. þetta salat má líka framreiða volgt.
Uppskriftin er fyrir 4-6
Innihald:
400 gr soðnar Ratte-kartöflur (Í hýðinu) og kældar
50 gr Ancienne korna-Sinnep
50 ml Extra Virgin Ólífuolía
100 gr saxaður Blaðlaukur eða Vorlaukur
80 gr Rauð paprika skorin í teninga
Salt og Pipar
Skerið kartöflurnar niður í sneiðar. Blandið síðan öllu saman og kryddið til með salti og pipar. Framreiðið með köldu eða heitu kjöti, eða fiskréttum.
Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn5 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays
-
Frétt4 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Keppni2 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir






