Sverrir Halldórsson
Ófituhreinsaðar kótilettur og hjartahnoð á staðnum
Kótilettufélag togarajaxla á síðutogaranum Hafliða SI með hressilega auglýsingu um herrakvöld í blaði Fiskifrétta. Innan Hafliðafélagsins er starfandi „Kótilettufélag togarajaxla“. Félagið gengst fyrir herrakvöldi í Turninum í Kópavogi, fimmtudaginn 5. desember. Atburðurinn er auglýstur á skemmtilegan hátt.
Í auglýsingunni segir að boðið verði upp á lúbarðar eðalkótilettur í raspi, algjörlega ófiturhreinsaðar og tilbúnar til neyslu.
Borðhaldið hefst stundvíslega klukkan 18:00 á glasi og „ekkert helvítis kjaftæði!“ segir í auglýsingunni. Í glasinu verður þó ekkert sterkara en appelsín og malt og því er mönnum bent á að óhætt sé að koma á bílum og hjólum. Tekið er líka fram að sjúkrabíll og hjartahnoð séu á staðnum.
Í Hafliðafélaginu er gamlir sjóarar sem voru á síðutogaranum Hafliða SI frá Siglufirði. Félagið heldur úti síðunni www.si2.is
Myndir: Aðsendar

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Vel sóttur fundur hjá KM Norðurland á heita æfingu hjá 3. bekk í Verkmenntaskólanum á Akureyri – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Leyndarmál atvinnukokkanna: 8 fagleg eldhúsráð sem spara tíma og fyrirhöfn
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Endurnýjaðu án þess að sprengja budduna – Skoðaðu úrvalið af notuðum tækjum fyrir veitinga- og hótelrekstur
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Lúxusbrauðterta fyrir ostunnendur – dásamlega einföld
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Af hverju bestu Michelin veitingastaðirnir sækja hráefni í Hiroshima? – Myndband
-
Frétt3 dagar síðan
Frá Fljótum til frægðar: Geitamjólk og gæði skila Brúnastöðum landbúnaðarverðlaununum 2025
-
Frétt1 dagur síðan
Ofnæmisviðvörun: Kjúklingur inniheldur soja án merkinga
-
Keppni23 klukkustundir síðan
Bartenders’ Choice Awards 2025: Ísland með glæsilega fulltrúa á verðlaunalistanum