Vertu memm

Keppni

Óðinn Arnar hreppti titilinn Markaðsneminn

Birting:

þann

Markaðsneminn 2023

Keppendur og dómarar

Matreiðslukeppni Markaðsneminn var haldin um miðjan janúar s.l., en hún er haldin fyrir matreiðslunema á Fiskmarkaðnum, Grillmarkaðnum og La Trattoria.  Keppnin fór fram á Grillmarkaðinum.

Núna í ár var þemað lax og var það Óðinn Arnar Freysson matreiðslunemi á Grillmarkaðnum sem tók fyrsta sætið.

Markaðsneminn 2023

Verðlaunarétturinn.

Dómarar

Einvalalið af dómurum og eru allir matreiðslumenn að mennt:

Bragðdómarar:
Guðlaugur Frímansson, Grillmarkaðurinn
Kirill Ter-Martirosov, Fiskmarkaðurinn
Gestadómari var Gabríel Kristinn Bjarnason, matreiðslumaður á Dill.

Eldhúsdómarar:
Nick Andrew Torres La-Um
Lukasz Wieczorek

Tímadómari:
Alfreð Kort

Veisluþjónusta - Banner

Keppnisfyrirkomulag

Hráefnið í ár var lax að lágmarki 25% forréttur eða aðalréttur. Skila þurfti 4 diskum, 3 til dómara og 1 í myndatöku. Uppskriftir gildu 10% af heildarstigunum.

Fyrirkomulag keppninnar var blindsmakk, (bragð 50%, framsetning/útlit 25% og frumleiki og nýting hráefnis í þessu tilviki lax 25%)

Eldhúsdómarar dæmdu vinnubrögð 50%, hreinlæti 25% og umgengni og frágangur 25%.

Keppendur frá veitingastöðunum Fiskmarkaðnum, Grillmarkaðnum og La Trattoria máttu koma með allt tilbúið og höfðu 20 mín til að diska upp fjórum diskum.

Lesið fleiri fréttir af keppninni Markaðsneminn hér.

Ljósmyndir tók Björn Árnason

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið