Keppni
Óðinn Arnar hreppti titilinn Markaðsneminn
Matreiðslukeppni Markaðsneminn var haldin um miðjan janúar s.l., en hún er haldin fyrir matreiðslunema á Fiskmarkaðnum, Grillmarkaðnum og La Trattoria. Keppnin fór fram á Grillmarkaðinum.
Núna í ár var þemað lax og var það Óðinn Arnar Freysson matreiðslunemi á Grillmarkaðnum sem tók fyrsta sætið.
Dómarar
Einvalalið af dómurum og eru allir matreiðslumenn að mennt:
Bragðdómarar:
Guðlaugur Frímansson, Grillmarkaðurinn
Kirill Ter-Martirosov, Fiskmarkaðurinn
Gestadómari var Gabríel Kristinn Bjarnason, matreiðslumaður á Dill.
Eldhúsdómarar:
Nick Andrew Torres La-Um
Lukasz Wieczorek
Tímadómari:
Alfreð Kort
Keppnisfyrirkomulag
Hráefnið í ár var lax að lágmarki 25% forréttur eða aðalréttur. Skila þurfti 4 diskum, 3 til dómara og 1 í myndatöku. Uppskriftir gildu 10% af heildarstigunum.
Fyrirkomulag keppninnar var blindsmakk, (bragð 50%, framsetning/útlit 25% og frumleiki og nýting hráefnis í þessu tilviki lax 25%)
Eldhúsdómarar dæmdu vinnubrögð 50%, hreinlæti 25% og umgengni og frágangur 25%.
Keppendur frá veitingastöðunum Fiskmarkaðnum, Grillmarkaðnum og La Trattoria máttu koma með allt tilbúið og höfðu 20 mín til að diska upp fjórum diskum.
Lesið fleiri fréttir af keppninni Markaðsneminn hér.
Ljósmyndir tók Björn Árnason
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn3 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn1 dagur síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn2 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt1 dagur síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn6 klukkustundir síðanOpnunartími hjá Nathan um hátíðarnar
















