Kristinn Frímann Jakobsson
Nýtt kaffihús opnar á Akureyri
Nýtt kaffihús opnar á Akureyri sem hefur fengið heitið Símstöðin café og er staðsett við Hafnarstræti 102. Áætlað er að opna staðinn um miðjan júní, en eigendur eru Kristján Þórir Kristjánsson, Sveinn Sævar Frímansson og Haukur Gröndal.
Símstöðin tekur 80 manns í sæti og opnunartíminn er frá 07:00 til 23:00.
Sérstaða staðarins er sú að þetta er kaffihús sem er heilsutengt. Það geta allir komið og fengið sér eitthvað við sitt hæfi. Við bjóðum upp á súpur, kjúklinga -, fisk- og grænmetirsrétti ásamt hráfæði. Einnig munum við bjóða upp á boost, smoothie og nýkreista safa. Við munum leggja mikið upp úr góðu fjölbreyttu kaffi og kaffitengdum drykkjum og verðum með sérristað kaffi í boði. Við munum bjóða upp á glæsilegar kökur ásamt nýbökuðu brauði, bökum, vefjum og flottum salötum. Lögð verður áhersla á flott og ferskt hráefni og samsetningu ólíkra krydda.
Viðskiptavinir Símstöðvarinnar hafa kost á því að taka allt sem boðið er upp á staðnum með sér í take away. Útiaðstaða staðarins er með þeim bestu í miðbæ Akureyrar þar sem fólk getur gert vel við sig í mat og drykk á góðviðrisdögum.
, sagði Kristján Þórir einn eigenda í samtali við veitingageirinn.is, aðspurður um sérstöðu staðarins og hvað verður á boðstólnum.
![]()
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn3 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn4 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn3 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn2 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt2 dagar síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu






