Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður opnar í Hafnarfirði
Nýr veitingastaður var að opna í stóru gróðurhúsi með glergólfi þar sem ræktað er grænmeti undir glergólfinu. Staðurinn heitir Sól veitingastaður og er staðsettur við Óseyrarbraut 27c í Hafnarfirði.
Staðurinn er á hráu atvinnusvæði hafnarinnar með útsýni út á sjó og er alveg einstakur. Risa gróðurhús með ræktun á grænmeti og fleiru fyrir veitingastaðinn gerir alla upplifunina mjög sérstaka og matarupplifunina á heimsmælikvarða.
Eigendur eru tvenn hjón, þau Björk Bjarnadóttir Sölvi Steinarr og Brjánn Guðjónsson og Guðrún Auður Böðvarsdóttir. Daníel Hlynur Mickaelsson er veitingastjóri staðarins og yfirkokkur er Jón Aron betur þekktur sem Jón forseti.
Opnunartími er miðvikudaga – föstudaga frá klukkan 17:30 – 21:30 og laugardaga – sunnudaga frá klukkan 11:30 – 14:30 og 17:30 – 21:30.
Vala Matt kíkti í heimsókn í Íslandi í dag:
Matseðill
Drykkir
Enginn kokteil-, eða vínseðill er sjáanlegur á heimasíðu staðarins.
Myndir: solveitingastadur.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn4 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn5 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Frétt4 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn3 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays












