Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður opnar í Hafnarfirði
Nýr veitingastaður var að opna í stóru gróðurhúsi með glergólfi þar sem ræktað er grænmeti undir glergólfinu. Staðurinn heitir Sól veitingastaður og er staðsettur við Óseyrarbraut 27c í Hafnarfirði.
Staðurinn er á hráu atvinnusvæði hafnarinnar með útsýni út á sjó og er alveg einstakur. Risa gróðurhús með ræktun á grænmeti og fleiru fyrir veitingastaðinn gerir alla upplifunina mjög sérstaka og matarupplifunina á heimsmælikvarða.
Eigendur eru tvenn hjón, þau Björk Bjarnadóttir Sölvi Steinarr og Brjánn Guðjónsson og Guðrún Auður Böðvarsdóttir. Daníel Hlynur Mickaelsson er veitingastjóri staðarins og yfirkokkur er Jón Aron betur þekktur sem Jón forseti.
Opnunartími er miðvikudaga – föstudaga frá klukkan 17:30 – 21:30 og laugardaga – sunnudaga frá klukkan 11:30 – 14:30 og 17:30 – 21:30.
Vala Matt kíkti í heimsókn í Íslandi í dag:
Matseðill
Drykkir
Enginn kokteil-, eða vínseðill er sjáanlegur á heimasíðu staðarins.
Myndir: solveitingastadur.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn1 dagur síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn6 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús
-
Markaðurinn2 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025












