Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður opnar í Hafnarfirði
Nýr veitingastaður var að opna í stóru gróðurhúsi með glergólfi þar sem ræktað er grænmeti undir glergólfinu. Staðurinn heitir Sól veitingastaður og er staðsettur við Óseyrarbraut 27c í Hafnarfirði.
Staðurinn er á hráu atvinnusvæði hafnarinnar með útsýni út á sjó og er alveg einstakur. Risa gróðurhús með ræktun á grænmeti og fleiru fyrir veitingastaðinn gerir alla upplifunina mjög sérstaka og matarupplifunina á heimsmælikvarða.
Eigendur eru tvenn hjón, þau Björk Bjarnadóttir Sölvi Steinarr og Brjánn Guðjónsson og Guðrún Auður Böðvarsdóttir. Daníel Hlynur Mickaelsson er veitingastjóri staðarins og yfirkokkur er Jón Aron betur þekktur sem Jón forseti.
Opnunartími er miðvikudaga – föstudaga frá klukkan 17:30 – 21:30 og laugardaga – sunnudaga frá klukkan 11:30 – 14:30 og 17:30 – 21:30.
Vala Matt kíkti í heimsókn í Íslandi í dag:
Matseðill
Drykkir
Enginn kokteil-, eða vínseðill er sjáanlegur á heimasíðu staðarins.
Myndir: solveitingastadur.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt4 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt4 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi