Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður Nord opnar – Myndir og vídeó
Um er að ræða sjávarréttastað sem þeir félagar Sæmundur Kristjánsson og Sigurður Hall veita forstöðu og eins og áður sagði í brottfarasalnum í flugstöðinni.
Ég verð að viðurkenna að fyrst þegar ég heyrði af þessu kom upp í huga mínum hvernig á að selja sushi í flugstöð þar sem aðaltraffíkin er milli 06°° og 09°° annars vegar og 15°° - 17°° hinsvegar, en eftir að hafa skoðað útfærslu þeirra og heyrt hugmyndina þá er ég kominn á aðra skoðun.
Auk sushi er boðið upp á síldarrétti, laxarétti, humarrétti í hinum ýmsu útgáfum og eins og Sæmi sagði þá bætast við fleiri réttir þegar við lærum inn á kúnnahópinn.
Einnig eru þeir með „take a way“ horn og þar eru ýmsir smáréttir svo sem roast beef, gulrótarbaka og lífrænt ræktað grænmeti í passlegum bökkum til að taka með sér í flugið.
SMS gengið frá Freistingu.is var á svæðinu og getið séð afraksturinn í bundnu máli, myndum og vídeó.
Freisting.is óskar þeim félögum góðs gengis á nýjum vígstöðvum.
Það voru fréttamennirnir Sverrir, Matthías og Smári sem unnu þessa frétt saman (SMS gengið).
-
Markaðurinn6 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn6 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Vín, drykkir og keppni6 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt1 dagur síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn


































