Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður – Kitchen & Wine
Nýr veitingastaður hefur opnað dyr sínar á 101 Hótel, Hverfisgötu 10, í Reykjavík. Veitingastaðurinn ber nafnið Kitchen & Wine og er hugarfóstur verðlaunakokksins Hákons Más Örvarssonar.
Hákon Már er þekktastur fyrir að hafa unnið til bronsverðlauna í virtustu matreiðslukeppni heims Bocuse d’Or og er þar með eini Íslendingurinn sem komist hefur á verðlaunapall í keppninni. Hákon Már hefur m.a. verið yfirkokkur á veitingastaðnum VOX og Michelin veitingastaðnum Lea Linster í Luxemborg. Hákon Már hefur einnig verið í fararbroddi við að kynna íslenska matarmenningu erlendis, meðal annars í tengslum við verkefnið “Iceland Naturally”.
Á Kitchen & Wine er matreiðsla í hæsta gæðaflokki framkvæmd á einfaldan hátt í anda nútímalegs bistro. Matseðillinn er fjölbreyttur en þar má finna hamborgara á sömu blaðsíðu og humar, fisk og steikur. Maturinn er eldaður af einlægni og andrúmsloftið á Kitchen & Wine er afslappað og vinalegt.
Tinna Óðinsdóttir framreiðslumeistari leiðir þjónustuliðið á Kitchen & Wine en hún var yfirþjónn á Michelin staðnum Pollen Street Social í London, vann fyrir víngerðarhús bæði í Frakklandi og á Ítalíu ásamt því að þjálfa íslenska liðið fyrir Norrænu nemakeppnina með góðum árangri.
Barmaðurinn á Kitchen & Wine er Dominik Roman Kocon en hann er meðlimur í alþjóðlegu IBA samtökunum (International Bartender Association) og hefur verið sýnilegur á verðlaunapöllum hér á Íslandi síðan hann flutti til landsins.
Veitingastaðurinn einkennist af tímalausri hönnun og er lýstur upp af náttúrulegri birtu. Á neðri hæð veitingastaðarins er Rauða Herbergið, glæsilegur veislusalur með private bar, sem eingöngu er leigt út fyrir einkasamkvæmi.
Veitingastaðurinn á 101 hótel hefur tekið talsverðum stakkaskiptingum eftir að Hákon Már tók við, en eldhúsið var tekið í gegn núna í maí mánuði og Robota grillinu m.a. bætt við aðstöðuna. Fyrirhugaðar breytingar eru einnig á barnum og vínkjallaranum.
Kitchen & Wine er með sæti fyrir 40-50 manns og að svo stöddu er auðvelt fá borð en við skulum ekki ganga að því vísu lengi.
Veitingageirinn.is kíkti í heimsókn og mun veitingarýni birtast á næstu dögum.
Myndir: aðsendar
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Keppni3 dagar síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Veitingarýni2 dagar síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Áramótabomba Churchill
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jólagjafir í úrvali fyrir fagmenn og ástríðukokka
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Svartir dagar í Progastro
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik 2024