Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Nýr veitingastaður í Hafnarfirði – „Vel vandað til verka á Sydhavn“ – matreiðslumeistarinn Sigurður gefur topp einkunn

Birting:

þann

Sydhavn er nýr veitingastaður sem hefur opnað við Strandgötu 75–77 í Hafnarfirði, í sama húsnæði og Figo Pizza. Á Sydhavn er boðið upp á allar hinar vinsælu Figo-pizzur ásamt fjölbreyttu úrvali annarra rétta og drykkja.

Opnunartímar:

Sunnudagur til fimmtudags: 11:30–21:00

Föstudagur og laugardagur: 11:30–22:00

Sigurður Einarsson

Sigurður Einarsson
Mynd: úr safni

Sigurður Einarsson matreiðslumeistari heimsótti staðinn og lét vel af:

„Sydhavn er glænýr veitingastaður í Hafnarfirði með aðgengi fyrir hjólastóla. Vel hefur verið vandað til allra verka, húsgögnin eru traust og þægileg, og útsýnið frábært. Staðurinn er bjartur og býður upp á hlýlega stemningu.

Eigendurnir fara af stað af skynsemi með hóflega stóran matseðil í upphafi. Þó Figo Pizza sé í sama húsnæði, þá ber ekki á pizzubaksturslykt þar sem staðirnir eru aðskildir. Þjónustan er einstaklega vinaleg og bætir við heildarupplifunina.

Sydhavn hentar jafnt fyrir afslappaðan hádegisverð sem og notalega kvöldstund – þó það gæti verið tilefni til að klæða sig aðeins upp á kvöldin. Hann er í sama porti og VON og Pallett kaffihúsið, sem eykur fjölbreytnina í hverfinu til mikilla bóta.“

Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu staðarins: figo.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið