Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr áhugaverður indverskur veitingastaður opnar í Reykjavík
„Lífið er vinna,“
segja þau hjónin Usman og Farzana sem opnuðu Taj Mahal sem er indverskur veitingastaður, staðsettur við Tryggvagötu 26 í Reykjavík, en staðurinn opnaði í mars s.l. í miðju COVID-fárinu.
„Viðtökurnar hafa verið betri en við þorðum að vona. Þetta eru að sjálfsögðu erfiðir tímar en við erum bjartsýn. Ef maturinn er góður og verðið sanngjarnt þá gengur þetta upp,“
segir Usman Mehmood í samtali við Fréttablaðið sem hægt er að lesa nánar um hér.
Usman og eiginkona hans, Farzana Usman eru frá Pakistan, en eru af indversku bergi brotin. Þau fluttu hingað til lands fyrir fjórum árum og líkar lífið vel.
Girnilegir og ódýrir réttir
Taj Mahal býður upp á klassíska indverska rétti, kjúklinga Samósur, kartöflu-Pakodas, kjúkling Tikka Massala, Paneer Vindalo sem er sterkur Paneer ostur með kartöflum í hvítlauks, engifer og tómatsósu og margt fleira.
Að sjálfsögðu eru réttir á matseðlinum í boði sem eru hægeldaðir í Tandoori leirofni: kjúklingaleggir marineraðir í jógúrt og kryddi, beinlaust lambakjöt marinerað í kryddjurtum, tígris-rækjur sem eru marineraðar í engifer, hvítlauk, myntu og kóríander. Svo er hægt að fara alla leið og panta sér réttinn „Taj mahal mixed grill“ með öllum þessum réttum, kjúkling, lamb og rækjur.
Boðið er upp á vegan og grænmetisrétti og að auki eftirréttina Pistachio Kulfi, Kashmiri Kheer og Mangoo Kulfi.
Verðið á réttunum kemur á óvart, en forréttir kosta frá 799 til 1199 krónur. Aðalréttir eru frá 2490 til 2999 krónur og eftirréttir frá 699 til 799 krónur.
Heimasíða: www.tajmahal.is
Mynd: facebook / Taj Mahal Reykjavik
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanNý matreiðslustefna á Sheraton – Mr. Bronck opnar í mars
-
Markaðurinn18 klukkustundir síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum
-
Frétt3 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Keppni2 dagar síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó
-
Keppni17 klukkustundir síðanKokkur ársins 2026 og Grænmetiskokkur ársins 2026 fara fram í IKEA í mars
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSjónvarpskokkurinn James Martin tapar í vörumerkjadeilu
-
Keppni2 dagar síðanGraham’s Blend Series snýr aftur stærri og metnaðarfyllri en áður






