Íslandsmót barþjóna
Nýbakaður afi sigraði Íslandsmeistaramót Barþjóna
Í gær fór fram Íslandsmeistaramót barþjóna en keppnin var á Hótel Sögu í Súlnasalnum og var í fyrsta sinn keppt í gerð kampavínsdrykkja. Einnig var keppt um besta hanastélið í veitngahúsakeppni.
Það var Guðmundur Sigtryggsson sem kom sá og sigraði í gerð kampavínsdrykkja með drykkinn Litla músin og er hann sá fyrsti í 50 ára sögu Barþjónaklúbbsins sem hefur unnið þennan titil fjórum sinnum og veitir hann keppnisrétt á Heimsmeistaramót Alþjóðasamtaka Barþjóna IBA. Heimsmeistarmótið verður haldið í Prag í Tékklandi í ágúst næstkomandi og mun Guðmundur keppa þar sem fulltrúi Íslands.
„Stjórn Barþjónaklúbbsins og allir þeir sem leggja þessari keppni lið eiga þakklæti skilið fyrir fagmennsku og góða skipulagningu“
, sagði Guðmundur í samtali við freisting.is aðspurður um umgjörðina á keppninni.
Hvers vegna nafnið „Litla músin“?
Ég varð afi um daginn í fyrsta skipti og stúlkubarnið er kallað litla mús þar til annað kemur í ljós, því fékk drykkurinn það nafn.Hvernig undirbýrðu þig fyrir svona keppnir?
Undirbúningurinn að þessu sinni hjá mér var sama sem enginn, hugmyndin að drykknum poppar upp í huganum, síðan prufar maður og lagar hann til. Það tókst í annarri tilraun að þessu sinni. Undirbúningurinn fyrir heimsmeistaramótið verður talsvert meiri og öll smáatriði fínpússuð. Þar er maður að keppa við þá bestu í heiminum, einn frá hverju landi.Hvernig finnst þér vínmenningin hér á íslandi?
Vínmenning á Íslandi finnst mér vera í fínum málum, fólk er vel upplýst og áhugasamt.Hvaða kokteill/drykkur er í uppáhaldi hjá þér?
Ég geri reyndar ekki upp á milli þeirra en sætasti sigurinn var 2006 með drykk sem heitir Harpa sem var skírður í höfuðið á dóttir minni og er frábær drykkur. „Ég hvet fólk til að mæta á Lobbybarinn á Hilton Reykjavík Nordica og fá sér besta drykkinn á Íslandi 2013, Litlu músina“, sagði Guðmundur hress að lokum.
Úrslit í gerð kampavínsdrykkja á Íslandsmeistaramóti Barþjóna er eftirfarandi:
Guðmundur Sigtryggsson framreiðslumeistari sigraði með drykkinn Litla músin og einnig fékk hann verðlaun fyrir bestu skreytinguna. Guðmundur starfar á Hilton Reykjavík Nordica.
Í öðru sæti hreppti hún Ólöf Eðvarðsdóttir með drykkinn Old times, en hún fékk einnig faglegu verðlaunin. Ólöf starfar á Grand Hótel.
Í þriðja sæti lenti Agnar Fjeldsted með drykkinn Heklu, en Agnar starfar á Rúbín í Öskjuhlíðinni.
Wenneker bikarinn hlaut Ástþór Sigurvinsson og starfar Ástþór á Hilton Reykjavík Nordica, en Wenneker bikarinn er veittur til þess sem er stigahæstur með wenneker líkjör í drykknum sínum.
Úrslit í veitingahúsakeppninni er eftirfarandi:
Í fyrsta sæti með drykkinn Luky strike varð Unnur Ýr Guðráðsdóttir hlutskörpust, en hún fékk einnig faglegu verðlaunin. Unnur starfar á Rúbín í Öskjuhlíðinni.
Í öðru sæti lenti Birgir Örn Birgisson með drykkinn Sólsetur, en Birgir starfar á veitingastaðnum Einar Ben.
Og í það þriðja lenti Sverrir Hjálmarsson með drykkinn Súri hanns, en hann fékk einnig verðlaun fyrir bestu skreytinguna. Birgir starfar á Snaps Bistro.
Myndir: Tolli Sigurbjörnsson hjá Globus
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Keppni1 dagur síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Frétt5 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Veitingarýni9 klukkustundir síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Áramótabomba Churchill
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Svartir dagar í Progastro