Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Ný vídd í skyndibitamenningu Íslendinga

Birting:

þann

Jón Sölvi tilbúinn með sælkerahumarsúpuna

Skyndibitastaðurinn Kokkur á Höfn í Hornafirði hóf nú á dögunum sölu á ekta Humarsúpu beint í bílinn, þar að segja í gegnum lúgu staðarins.

Þeir bræður Jón Sölvi og Valgeir Ólafssynir opnuðu staðinn í nóvember síðastliðnum og voru gæðamál þeim hugleikinn frá upphafi, en Jón Sölvi sem er lærður matreiðslumaður hefur nokkura ára reynslu frá veitingastöðum höfuðborgarinnar.

Eitt þekktasta hráefni frá Höfn er Humar og fór strax að myndast viss hugmynd hjá bræðrunum um að laga Humarsúpu til að selja á staðnum, beint í bílinn eins og áður var sagt, og fóru þeir fljótlega í samstarf við Matís www.matis.is en þeirra framlag var ráðgjöf og hönnunarvinna, og nú er afurðin kominn í sölu hjá þeim félögum á Kokkinum á Höfn.

Og er óhætt segja að þeir fagmenn sem að komu að forvinnunni hafi staðið undir væntingum, logo, ílát og aðaldæmið súpan sjálf bera merki þess þegar fagfólk fær að njóta sín til hins ýtrasta, þá stendur ekki á árangrinum, og getur undirritaður staðfest að það er ferðarinnar virði að fara til Hafnar að smakka á súpunni

Ekki þarf að taka fram að notast er við staðbundið hráefni í Súpuna.

Frábær hugmynd, haldið áfram, hver veit hvar þetta endar.

PS. Verður á næstunni hægt að fá tvíréttað í lúgunni á Bísanum, www.fljottoggott.is ekki viljum við á malbikinu vera minni menn.

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Auglýsingapláss

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið