Viðtöl, örfréttir & frumraun
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
Út er komin bókin Matreiðsla – Matvælabraut 2. og 3. þrep, en fyrsta þrep bókarinnar kom út fyrir rúmu ári síðan.
Sjá einnig: Matreiðslumeistarar gefa út kennslubók
Höfundar bókarinnar Matreiðsla – Matvælabraut 2. og 3. þrep eru Ægir Friðgeirsson, Hinrik Carl Ellertsson, Hermann Þór Marinósson og Ragnar Wessman, ásamt Iðnú útgáfu.
Boðið er til útgáfuhófs í tilefni af útgáfu bókarinnar, en hófið fer fram í þjónarými Menntaskólans í Kópavogi föstudaginn 17. janúar 2025 kl. 16:30. Aðgengi er vinstra megin við bílastæði skólans.
Bókin er unnin með það að leiðarljósi að efla kennslu og þekkingu nemenda í matreiðslu og styðja við markmið matreiðslubrautarinnar um framúrskarandi menntun í matargerð.
Á viðburðinum, á föstudaginn 17. janúar næstkomandi kl. 16:30, gefst gestum tækifæri til að kynna sér vefbókina, ræða við höfunda hennar og njóta léttari veitinga. Hófið er öllum opið og er kjörið tækifæri til að hitta fagfólk, kennara og áhugafólk um matargerð á léttu og óformlegu nótunum.
Viðburðurinn er kjörin leið til að fagna útgáfu bókarinnar og kynnast nýjum straumum í matareiðslunámi.
![Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2025/01/matr-bok-1024x683.jpg)
Höfundar bókarinnar: f.v. Hermann Þór Marinósson, Hinrik Carl Ellertsson, Ragnar Wessman og Ægir Friðriksson
Hermann Þór Marinósson
Hermann Þór Marinósson lærði matreiðslu í Perlunni á árunum 2000 til 2004 og vann þar einnig sem matreiðslumaður. Eftir árin í Perlunni starfaði hann á Thorvaldsen, Hótel Holti, mötuneytinu í Samskip og á Hilton. Áhugasvið Hermanns liggur í útivist, íþróttir, hundar og mörgu fleira.
Áhugi hans á matreiðslu byrjaði á unga aldri og var það alltaf stefnan að verða matreiðslumaður og ná langt í því fagi. Hermann lauk kennsluréttindum sínum árið 2018 frá Háskóla Íslands og starfar sem kennari við Hótel- og matvælaskólann í MK.
Hinrik Carl Ellertsson
Hinrik Carl Ellertsson er matreiðslumeistari að mennt og starfar sem kennari við Hótel- og matvælaskólann í MK. Einnig hefur Hinrik unnið sem yfirmatreiðslumeistari á Radison Blue Caledonian, rekstrarstjóri Dill og bruggmeistari hjá KEX brewing. Hann var í stjórn Slow food á Íslandi ásamt því að reka fræðslufyrirtækið Bjórakademíuna.
Á yngri árum átti hann sæti í U-23 kokklandsliði Íslands. Nýting fjörunnar hefur alltaf verið honum hugleikin og fræðsla henni tengd. Hinrik lauk kennsluréttindum sínum árið 2020 frá Háskóla Íslands.
Ragnar Wessman
Ragnar Wessman lauk námi í matreiðslu árið 1970 og fékk meistararéttindi árið 1975. Hann vann í iðngrein sinni í tæp þrjátíu ár og síðan við kennslu í Hótel- og matvælaskólanum, lengst af sem fagstjóri. Ragnar var jafnframt meðlimur í sveinsprófsnefnd og síðan formaður sveinprófsnefndar til margra ára.
Ragnar lauk námi við Kennaraháskóla Ísland í uppeldis- og kennslufræðum fyrir kennara á framhaldsskólastigi árið 2000.
Jafnframt Dipl.Ed.-prófi í uppeldis- og menntunarfræðum við framhaldsdeild Kennaraháskóla Íslands 2005. Árið 2010 lauk hann meistaranámi við Háskóla Íslands í Uppeldis- og menntunarfræðideild.
Ægir Friðriksson
Ægir Friðriksson er matreiðslumeistari og kennari sem útskrifaðist frá Hótel Sögu árið 2004. Hann hóf nám í matreiðslu á Hótel Sögu árið 2000 og útskrifaðist árið 2004. Þar starfaði hann með mörgum færustu matreiðslumönnum Íslands.
Árið 2008 flutti hann til Barcelona með fjölskyldu sinni. Þar vann hann á veitingastaðnum Me og Picknic, sem opnaði augu hans fyrir víetnamískri, suður-amerískri og spænskri matreiðslu. Hann flutti aftur til Íslands árið 2011 og tók við sem yfirmatreiðslumaður á einu stærsta hóteli Íslands sem hét áður Loftleiðir en breyttist á þeim tíma í Hótel Reykjavík Natura og hann starfaði þar til ársins 2014.
Árið 2018 hóf hann störf við Hótel- og matvælaskólanum í MK samhliða námi í kennslufræði við Háskóla Íslands sem hann lauk árið 2020.
Myndir: idnu.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt3 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni4 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Keppni2 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt5 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Nýjustu Michelin-stjörnurnar í Bretlandi og Írlandi – Roux-fjölskyldan fagnar stórsigri