Smári Valtýr Sæbjörnsson
Ný matarverðlaun sem hampa hinu norræna eldhúsi
Hin nýju, norrænu matarverðlaun Embla hampa því sem skarar fram úr í hinu norræna eldhúsi: hráefni, matvælum, framleiðsluaðferðum og fólkinu á bak við allt saman. Markmiðið með verðlaununum er að deila þekkingu og reynslu og vekja athygli á norrænum mat.
Þann 14. mars ýta norræn landbúnaðarsamtök, sameinuð undir Samtökum norrænna bændasamtaka (NBC), úr vör fyrstu samnorrænu matarverðlaununum. Hin nýju verðlaun hafa hlotið heitið Embla, en samkvæmt norrænni goðafræði bar fyrsta konan það nafn.
Í fréttatilkynningu segir að Emblu er ætlað að efla samnorræna matarmenningu og einkenni hennar ásamt því að auka áhuga á norrænum mat utan Norðurlandanna. Verðlaunin njóta styrks Norrænu ráðherranefndarinnar en Bændasamtök Íslands halda utan um þátttöku Íslands í keppninni.
„Við höfum svo margt gott á Norðurlöndum. Bragðgott hráefni og öfluga nýsköpun á meðal fagfólks í matvælaiðnaði. Við njótum öll góðs af því að deila þessum sögum hvert með öðru“
, segir Andreas Buchhave, ráðgjafi hjá dönsku bændasamtökunum Landbrug & Fødevarer og verkefnisstjóri hinna nýju, norrænu matvælaverðlauna.
„Það er mikill styrkur fyrir Emblu, ímynd verðlaunanna og markmið þeirra, að þeim sé stýrt af samtökum með breiða skírskotun til norrænna matvæla“
, segir Mads Frederik Fischer-Møller, ráðgjafi hjá Norrænu ráðherranefndinni.
Embla verður afhent annað hvert ár, í fyrsta sinn í Kaupmannahöfn í ágúst 2017 í boði Landbrug & Fødevarer. Við athöfnina verður tilkynnt hvar Embla verður afhent næst, árið 2019. Verðlaunaafhendingin verður í samstarfi við ráðstefnu danska umhverfis- og matvælaráðuneytisins, „Better Food for More People“ á matarhátíðinni Copenhagen Cooking.
„Með þessu móti verða til samlegðaráhrif þar sem Embla styður við innlendan viðburð og nýtur um leið góðs af þeirri athygli sem hann fær þar sem áherslan er á mat“
, segir Jan Laustsen, framkvæmdastjóri hjá Landbrug & Fødevarer.
Embla skiptist í sjö flokka þar sem einn er tilnefndur frá hverju landi á Norðurlöndunum. Þriggja manna dómnefnd kemur frá hverju landi sem velur keppendur og einnig verður sameiginleg dómnefnd sem sker úr um hver hinna tilnefndu vinnur til verðlaunanna.
Verðlaunaflokkar Emblu eru sjö talsins
Á vefsíðunni emblafoodaward.com er tekið við tilnefningum í sjö flokka sem eru:
- Matvælaiðnaðarmaður Norðurlanda 2017
- Hráefnisframleiðandi Norðurlanda 2017
- Norðurlandaverðlaun fyrir mat fyrir marga 2017
- Matarblaðamaður Norðurlanda 2017
- Mataráfangastaður Norðurlanda 2017
- Matvælafrumkvöðull Norðurlanda 2017
- Norðurlandaverðlaun fyrir mat fyrir börn og ungmenni 2017.
Hægt er að skrá þátttakendur í Emblu frá 14. mars til 17. apríl 2017. Skráningareyðublöð fyrir flokkana sjö er að finna á www.emblafoodaward.com, en þar má einnig fræðast betur um verðlaunin og tilurð þeirra.
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn Brixton opnar formlega
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar yfir jól og áramót 2024
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn8 klukkustundir síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa