Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Ný matarsmiðja á Brúnastöðum – Myndir
Brúnastaðir í Fljótunum í Skagafirði hefur opnað sína eigin matarsmiðju þar sem framleiddir eru geitaostar. Hjónin Stefanía Hjördís Leifsdóttir og Jóhannes Helgi Ríkharðsson á Brúnastöðum hafa unnið langan undirbúning á matarsmiðjunni eða allt frá árinu 2018.
Miklar kröfur hvað varðar húsnæðið og öll leyfi
„Það er ekki einfalt ferli eða ódýrt að fara í slíkar framkvæmdir hér á Íslandi, kröfurnar eru miklar, bæði hvað varðar húsnæðið og öll leyfi. En við erum líka kominn með frábæra vinnuaðstöðu þar sem við getum dundað okkur fram á elliár ef lukkan leyfir,“
skrifar Stefanía Hjördís í facebook færslu og bætir við að þau hafi eflaust ekki farið í þessa vegferða með ostagerð nema að vera svo ljón heppinn að á Akureyri býr maður sem er mjólkurfræðingur og hefur manna lengsta reynslu af handverksostagerð á Íslandi, Guðni Hannes Guðmundsson.
Borða hrat frá bruggverksmiðju
„Það hentar greinilega geitunum okkar vel að spranga um hér undir fjallgarðinum því Guðni Hannes er sérstaklega ánægður með gæði mjólkurinnar sem er bæði próteinrík og feit og virðist henta afar vel til ostagerðar. Þær fá líka hrat frá bruggverksmiðjunni Segli á Siglufirði þannig að kannski eru þær alltaf svolítið mildar,“
segir Stefanía Hjördís hress.
Núna bíða þau hjónin eftir söluleyfi frá Mast, svo hægt sé að koma ostunum á markað.
Veitingageirinn.is óskar þeim innilega til hamingju.
Myndir: facebook / Stefanía Hjördís
-
Frétt3 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun36 minutes síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Food & fun20 klukkustundir síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Gleðileg jól, kæru lesendur – Veitingageirinn.is þakkar fyrir sig
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðan
Jólakveðja frá Kokkalandsliðinu og Klúbbi matreiðslumeistara – Vídeó