Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Ný matarsmiðja á Brúnastöðum – Myndir
Brúnastaðir í Fljótunum í Skagafirði hefur opnað sína eigin matarsmiðju þar sem framleiddir eru geitaostar. Hjónin Stefanía Hjördís Leifsdóttir og Jóhannes Helgi Ríkharðsson á Brúnastöðum hafa unnið langan undirbúning á matarsmiðjunni eða allt frá árinu 2018.
Miklar kröfur hvað varðar húsnæðið og öll leyfi
„Það er ekki einfalt ferli eða ódýrt að fara í slíkar framkvæmdir hér á Íslandi, kröfurnar eru miklar, bæði hvað varðar húsnæðið og öll leyfi. En við erum líka kominn með frábæra vinnuaðstöðu þar sem við getum dundað okkur fram á elliár ef lukkan leyfir,“
skrifar Stefanía Hjördís í facebook færslu og bætir við að þau hafi eflaust ekki farið í þessa vegferða með ostagerð nema að vera svo ljón heppinn að á Akureyri býr maður sem er mjólkurfræðingur og hefur manna lengsta reynslu af handverksostagerð á Íslandi, Guðni Hannes Guðmundsson.
Borða hrat frá bruggverksmiðju
„Það hentar greinilega geitunum okkar vel að spranga um hér undir fjallgarðinum því Guðni Hannes er sérstaklega ánægður með gæði mjólkurinnar sem er bæði próteinrík og feit og virðist henta afar vel til ostagerðar. Þær fá líka hrat frá bruggverksmiðjunni Segli á Siglufirði þannig að kannski eru þær alltaf svolítið mildar,“
segir Stefanía Hjördís hress.
Núna bíða þau hjónin eftir söluleyfi frá Mast, svo hægt sé að koma ostunum á markað.
Veitingageirinn.is óskar þeim innilega til hamingju.
Myndir: facebook / Stefanía Hjördís
-
Markaðurinn5 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn5 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið23 klukkustundir síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn4 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun24 klukkustundir síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn4 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu




















