Frétt
Norðurstrandarleið formlega opnuð – Veitingamenn ánægðir með Norðurstrandarleiðina

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra og Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, klipptu á borða við afleggjarann inn á Hvammstanga og opnuðu þannig leiðina formlega.
Norðurstrandarleið, eða Arctic Coast Way á ensku, var í dag formlega opnuð á Hvammstanga og Bakkafirði. Leiðin hefur verið í þróun í meira en þrjú ár og því afar ánægjulegt að þessum áfanga hafi verið náð í dag. Sem kunnugt er hefur leiðin þegar vakið mikla athygli erlendis þrátt fyrir að hafa ekki verið formlega opnuð, sem sést best í því að Lonely Planet valdi leiðina sem þriðja besta áfangastað í Evrópu á þessu ári.
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra og Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, klipptu á borða við afleggjarann inn á Hvammstanga og opnuðu þannig leiðina formlega. Það sama gerðu Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis og Árni Bragi Njálsson, fulltrúi sveitarstjórnar Langanesbyggðar við afleggjarann inn á Bakkafjörð.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra og Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands
Við opnunina voru ný skilti vígð, sem marka Norðurstrandarleið og segja ferðamönnum hvenær þeir ferðast eftir henni. Þessi skilti marka þáttaskil í íslenskri ferðaþjónustu, því í fyrsta sinn eru komin upp skilti með brúnum lit. Sá litur er þekktur erlendis fyrir skilti sem tengjast ferðaþjónustu.

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis og Árni Bragi Njálsson, fulltrúi sveitarstjórnar Langanesbyggðar klipptu á borða við afleggjarann inn á Bakkafjörð.
Norðurstrandarleiðin
Arctic Coast Way eða Norðurstrandarleið var valið nú í maí s.l. á topp 10 lista yfir þá áfangastaði í Evrópu sem best er að heimsækja, að mati Lonely Planet sem er einn vinsælasti útgefandi ferðahandbóka í heiminum.
Frá því í morgun hafa verið viðburðir eftir allri Norðurstrandarleið og má þar helst nefna hreinsanir á fjörum, yoga-hugleiðslu, gönguferðir og grillveislur.
Ný heimasíða hefur sömuleiðis verið sett í loftið, en á www.arcticcoastway.is má nú sjá allt það helsta sem hægt er að sjá og gera á leiðinni.
Víða á samfélagsmiðlum má sjá myndir og tilboð hjá veitingastöðum á Norðurlandinu í tilefni af opnuninni og er ekki annað að sjá en að veitingamenn eru ánægðir með Norðurstrandarleiðina.
Veglegt sjávaréttahlaðborð var í boði á veitingastaðnum Torgið á Siglufirði í hádeginu í dag í tilefni af opnuninni og mættu fjölmargir gestir, þá bæði heimamenn og ferðamenn.
Myndir: aðsendar / Markaðsstofa Norðurlands

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars