Viðtöl, örfréttir & frumraun
Nígeríski veitingastaðurinn Chuku’s fær rúmlega 1.3 milljón frá Beyoncé
Poppsöngkonan Beyoncé hefur valið nígeríska tapasveitingastaðinn í Norður-London sem einn af þeim sem fá rúmlega 1.3 milljón ísl. kr. í styrk frá henni til lítilla fyrirtækja.
BeyGOOD Foundation frá Beyoncé bauð fyrirtækjaeigendum að sækja um styrki og var Chuku eitt af þeim fyrirtækjum sem fengu styrk en í sjóðnum er 137 milljónir sem hefur verið úthlutað til fjölmargra fyrirtækja.
Ifeyinwa Frederick, meðeigandi Chuku’s, sagði í samtali við The Times:
„Ég get ekki lýst því hversu fallegt og gefandi það er að fá svona styrk. Allir eru svo ánægðir að sjá viðkomandi fyrirtæki fá styrkinn frá Beyoncé.“
Frederick á fyrirtækið með bróður sínum Emeka sem sagði að peningarnir myndu tryggja fyrirtækið og hjálpa til við að laga vatnskemmdir eftir að flæddi úr einni íbúð fyrir ofan veitingastaðinn og úr varð miklar vatnskemmdir á veitingastaðnum þeirra.
Mynd: chukuslondon.co.uk
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Pistlar2 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanVeitingarekstur á KEF varð ósjálfbær – Reksturinn skilaði milljarðatapi
-
Keppni4 dagar síðanCoffee & Cocktails hreppti 1. sætið í Old Fashioned keppninni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 klukkustundir síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu






