Viðtöl, örfréttir & frumraun
Nígeríski veitingastaðurinn Chuku’s fær rúmlega 1.3 milljón frá Beyoncé
Poppsöngkonan Beyoncé hefur valið nígeríska tapasveitingastaðinn í Norður-London sem einn af þeim sem fá rúmlega 1.3 milljón ísl. kr. í styrk frá henni til lítilla fyrirtækja.
BeyGOOD Foundation frá Beyoncé bauð fyrirtækjaeigendum að sækja um styrki og var Chuku eitt af þeim fyrirtækjum sem fengu styrk en í sjóðnum er 137 milljónir sem hefur verið úthlutað til fjölmargra fyrirtækja.
Ifeyinwa Frederick, meðeigandi Chuku’s, sagði í samtali við The Times:
„Ég get ekki lýst því hversu fallegt og gefandi það er að fá svona styrk. Allir eru svo ánægðir að sjá viðkomandi fyrirtæki fá styrkinn frá Beyoncé.“
Frederick á fyrirtækið með bróður sínum Emeka sem sagði að peningarnir myndu tryggja fyrirtækið og hjálpa til við að laga vatnskemmdir eftir að flæddi úr einni íbúð fyrir ofan veitingastaðinn og úr varð miklar vatnskemmdir á veitingastaðnum þeirra.
Mynd: chukuslondon.co.uk

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Sælkera upplifun í Hörpu: NOMA, grálúða og matarupplifun í hæsta gæðaflokki
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun16 klukkustundir síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Frétt4 dagar síðan
Viðvörun til neytenda: Framleiðslugalli í baunasúpugrunni
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Dublin meets Reykjavík: Ertu tilbúinn í bragðsprengju?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar