Frétt
Neytendastofa bannar duldar auglýsingar frá Sætum Syndum
Neytendastofa hefur bannað duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum í tengslum við vöru frá Sætum Syndum.
Neytendastofu bárust ábendingar um færslur á samfélagsmiðlinum Instagram, þar sem að hugsanlega væri um duldar auglýsingar að ræða. Í færslunum var fjallað um vöruna „High tea“ frá Sætum Syndum ýmist með myndum af vörunni eða öðrum að njóta vörunnar.
Við meðferð málsins kom fram að varan var gjöf frá Sætum Syndum en færslurnar voru hvorki merktar sem auglýsing né að um væri að ræða kostaða umfjöllun. Það eina sem gefa átti til kynna að um gjöf væri að ræða að Instagram síða Sætra Synda var tengd við fyrstu færsluna.
Neytendastofa taldi færslurnar fela í sér markaðssetningu. Þá taldi stofnunin að þær hafi ekki verið nægilega vel merktar svo ljóst væri að um auglýsingu hafi verið að ræða.
Mynd: úr safni
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Frétt1 dagur síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt1 dagur síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Keppni3 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ómótstæðileg Grísa baby rif á góðum afslætti