Frétt
Neytendastofa bannar duldar auglýsingar frá Sætum Syndum
Neytendastofa hefur bannað duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum í tengslum við vöru frá Sætum Syndum.
Neytendastofu bárust ábendingar um færslur á samfélagsmiðlinum Instagram, þar sem að hugsanlega væri um duldar auglýsingar að ræða. Í færslunum var fjallað um vöruna „High tea“ frá Sætum Syndum ýmist með myndum af vörunni eða öðrum að njóta vörunnar.
Við meðferð málsins kom fram að varan var gjöf frá Sætum Syndum en færslurnar voru hvorki merktar sem auglýsing né að um væri að ræða kostaða umfjöllun. Það eina sem gefa átti til kynna að um gjöf væri að ræða að Instagram síða Sætra Synda var tengd við fyrstu færsluna.
Neytendastofa taldi færslurnar fela í sér markaðssetningu. Þá taldi stofnunin að þær hafi ekki verið nægilega vel merktar svo ljóst væri að um auglýsingu hafi verið að ræða.
Mynd: úr safni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni4 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana