Food & fun
Nemendur í Hótel og matvælaskólanum bjóða upp á glæsilega veislu á formlegri setningu Food & Fun hátíðarinnar
Á morgun hefst Food & Fun hátíðin með formlegri setningu í Hótel- og matvælaskólanum í MK, en skólinn hefur frá upphafi annast móttöku fyrir gesti og velunnara keppninnar.
Boðið verður upp á glæsilega veislu sem fram verða bornar af nemendum skólans.
Í matreiðsludeildinni eru nemendum skipt upp í hópa og vinna allir hópar með sama hráefnið. Þeir útfæra réttina eftir sínum hugmyndum. Þrír hópar í heitum mat og þrír hópar í köldum mat.
Nemendur eru búnir að undirbúa veisluna mánudag og í dag þriðjudag, síðan er lokahönd lögð á réttina og þeir framreiddir á ýmsa vegu á morgun.
Með fylgja nokkrar myndir þegar hóparnir voru að hanna réttina samkvæmt hráefnislista sem unnið var í bóklegum tímum, hráefnisfræði, sósum og matreiðsluaðferðum.
Það var Guðmundur Guðmundsson matreiðslumeistari og kennari skólans sem tók myndirnar.
Réttirnir eru allir í smárétta formi, skeiðar, litlar skálar, á ýmiskonar bakstri og lamb verður skorið (transerað) í sal.
Hér fyrir neðan eru allir réttirnir:
Reykt bleikju-ballontina með estragon-sýrðum rjóma á stökkri vöfflu
Appelsínigrafinn lax í pönnuköku með dill-rjómaost-froðu
Hörpufiskur með grænkáls kimichi
Heimagerður harðfiskur og rúgbrauðsþynnur með reyktum þorskhrognum og kryddjurtadufti
Blini með bleikju og rauðrófumauki
Reykt gæs, heimagert flatbrauð, lauksulta, epli og piparrótar mæjó
Lambatartar, stökkt bygg og sinneps chantylli krem
Íslenskt skyr, bakað hvítt súkkulaði, sítrónumatenges og blóðbergsgranita
Grafið lamb, brúnað smjörkrem og sýrður perlulaukur
Djúpsteikt dalayrja, rifsberjacompott og vorlaukssalsa
Reykt bleykja, dillvinaigrette, þorskhrogn, piparrótarmæjo og rúgbrauðskrisp
Saltfisk brandad, grænkál og sýrðir sellerí-borðar
Lambafille, blómkálsmauk, perlulaukur og timian lamba-gljái
Skyrmús, hafracrumbl og berjasósa
Tartaletta
Grafin hrossalund, sýrðir shitake sveppir og djúpsteikt bygg
Reykt bleikja
Stökkt roð, bleikjuhrogn, dillolía og piparrótarmæjó
Kryddgrafinn þorskur
Brend sítróna, steiktir tómatar, sellerímauk og djúpsteikt þorskhrogn
Steikt lambafille
Saltbökuð rófa, sýrður perlulaukur, sáterað grænmeti og portvínssós
Eldsteikt hörpuskel í kremuðu pernot
Myndir: Guðmundur Guðmundsson matreiðslumeistari og kennari Hótel- og matvælaskólans.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Stavanger Vinfest 25 ára – „Það rignir Michelin-stjörnum hér!“ segir Sigurður Rúnar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lærðu Flair af þeim besta! Michael Moreni kemur til Íslands
-
Markaðurinn22 klukkustundir síðan
Netflix-stjarnan Juan Gutiérrez mætir til Íslands – Eftirrétta og konfekt námskeið fyrir sælkerana á vegum Iðunnar Fræðsluseturs
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift: Einföld og fljótleg mexíkósk kjúklingabaka með kotasælu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Oatly kynnir nýja Lífræna Haframjólk – Hin fullkomna mjólk fyrir kaffibarþjóna og Latte
-
Food & fun3 dagar síðan
Reyka kokteilkeppnin: Harður slagur en Daníel Kavanagh stóð uppi sem sigurvegari – Myndasafn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Áhrifavaldar gegna lykilhlutverki í aukinni neyslu ávaxta og grænmetis
-
Frétt3 dagar síðan
Starbucks dæmt til að greiða gríðarlegar bætur eftir brunaslys – greiðir 50 milljónir dala í bætur