Vertu memm

Nemendur & nemakeppni

Myndir frá sveinsprófi í bakaraiðn

Birting:

þann

Sveinspróf í bakaraiðn - Maí 2015

Sveinspróf í bakaraiðn var haldið í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi dagana 12. og 13. maí 2015. Var það samdóma álit fagmanna og gesta að prófin í ár væru með allra besta móti, og fari batnandi á ný eftir mikla lægð síðustu ár.

Mikil fjölgun hefur verið á nýjum nemum í bakaraiðn og mikill metnaður einkennir ungafólkið. Próftakendur voru að þessi sinni sex og koma frá eftirfarandi bakaríum:

Nafn nema Nafn meistara Nafn fyrirtæki
Anna María Guðmundsdóttir Ragnar Hafliðason Mosfellsbakarí ehf
Birgir Þór Sigurjónsson Bergur Magnús Sigmundsson Goðaland ehf
Davíð Þór Vilhjálmsson Magnús Sigurðsson Gæðabakstur ehf
Hálfdán Þór Þorsteinsson Róbert Óttarsson Sauðárkróksbakarí ehf
Henry Þór Reynisson Reynir Carl Þorleifsson Reynir bakari ehf
Íris Björk Óskarsdóttir Hilmir Hjálmarsson Sveinsbakarí ehf

 

Prófverkefnið í ár var:

  • Prófið hófst á skriflegu prófi í 40 mínútur
  • 2 tegundir af matbrauði – 12 stk. af tegund
  • 4 tegundir af smábrauðum – Alls 120 stk.
  • 3 tegundir af stórum vínarbrauðum og
  • 3 tegundir af sérbökuðum vínarbrauðum
  • 10 stk. Sandkökur
  • Blautdeig – 3 tegundir
  • Rúlluterta með smjörkremi
  • Terta að eigin vali
  • 10 hringja Kransakökustrýta og kransakonfekt.
  • Auk þess er skilað vinnumöppu, og tillit tekið til frágangs og vinnuhraða.

Nemarnir höfðu 9 tíma til þess að klára prófið og stilla því upp, 3 klukkutíma og 40 mínútur tíma fyrri daginn og 6 klukkutíma þann seinni.

 

Bjóðum við nýja sveina hjartanlega velkomna í hóp fagmanna og óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn.

 

Myndir: Gunnar Þórarinsson bakari

/Sigurður

 

 

Sigurður Már er bæði bakara- og konditormeistari að mennt. Bakaraiðn lærði Sigurður í fjölskyldufyrirtæki sínu Bernhöftsbakarí, en konditorifagið í Chemnitz í Þýskalandi. Sigurður Már er formaður Konditorsambands Íslands og meðlimur í þýska Konditorsambandinu. Hægt er að hafa samband við Sigurð í netfanginu [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið