Nemendur & nemakeppni
Myndir frá sveinsprófi í bakaraiðn
Sveinspróf í bakaraiðn var haldið í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi dagana 12. og 13. maí 2015. Var það samdóma álit fagmanna og gesta að prófin í ár væru með allra besta móti, og fari batnandi á ný eftir mikla lægð síðustu ár.
Mikil fjölgun hefur verið á nýjum nemum í bakaraiðn og mikill metnaður einkennir ungafólkið. Próftakendur voru að þessi sinni sex og koma frá eftirfarandi bakaríum:
Nafn nema | Nafn meistara | Nafn fyrirtæki |
Anna María Guðmundsdóttir | Ragnar Hafliðason | Mosfellsbakarí ehf |
Birgir Þór Sigurjónsson | Bergur Magnús Sigmundsson | Goðaland ehf |
Davíð Þór Vilhjálmsson | Magnús Sigurðsson | Gæðabakstur ehf |
Hálfdán Þór Þorsteinsson | Róbert Óttarsson | Sauðárkróksbakarí ehf |
Henry Þór Reynisson | Reynir Carl Þorleifsson | Reynir bakari ehf |
Íris Björk Óskarsdóttir | Hilmir Hjálmarsson | Sveinsbakarí ehf |
Prófverkefnið í ár var:
- Prófið hófst á skriflegu prófi í 40 mínútur
- 2 tegundir af matbrauði – 12 stk. af tegund
- 4 tegundir af smábrauðum – Alls 120 stk.
- 3 tegundir af stórum vínarbrauðum og
- 3 tegundir af sérbökuðum vínarbrauðum
- 10 stk. Sandkökur
- Blautdeig – 3 tegundir
- Rúlluterta með smjörkremi
- Terta að eigin vali
- 10 hringja Kransakökustrýta og kransakonfekt.
- Auk þess er skilað vinnumöppu, og tillit tekið til frágangs og vinnuhraða.
Nemarnir höfðu 9 tíma til þess að klára prófið og stilla því upp, 3 klukkutíma og 40 mínútur tíma fyrri daginn og 6 klukkutíma þann seinni.
Bjóðum við nýja sveina hjartanlega velkomna í hóp fagmanna og óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn.
Myndir: Gunnar Þórarinsson bakari

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Einstakt, dýrmætt og eftirsótt – Hvað gerir Masseto svo sérstakt?