Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Myndir frá kótilettukvöldi Samhjálpar – Klúbbur matreiðslumeistara eldaði fyrir gestina

Birting:

þann

Myndir frá kótilettukvöldi Samhjálpar - Klúbbur matreiðslumeistara eldaði ofan í gestina

F.v. Árni Þór Arnórsson varaforseti KM, Rafn Heiðar Ingólfsson ritari KM, Jón Guðni Þórarinsson gjaldkeri KM og Lárus Loftsson Lávarður

Klúbbur matreiðslumeistara tók þátt í að aðstoða Samhjálp við árlegt kótilettukvöld þann 18. október s.l.  Kótilettukvöld Samhjálpar hafa skipað fastan sess í fjáröflun fyrir starfið hjá Samhjálp og er haldið árlega.

Boðið var uppá gómsætar kótilettur í raspi frá Kjarnafæði ásamt klassísku kótilettumeðlæti. Viðburðurinn fór fram í veislusal Vals við Hlíðarenda.

Eftirfarandi KM félagar tóku þátt í viðburðinum; Árni Þór Arnórsson varaforseti KM, Lárus Loftson Lávarður, Rafn Heiðar Ingólfsson ritari KM og Jón Guðni Þórarinsson gjaldkeri KM.

Á meðal gesta voru Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, Herbert Guðmundsson söng fyrir gesti og KK mætti með gítarinn sinn og tók lagið.

Veisluþjónusta - Banner

Miðaverð var kr. 9900 og rann allur ágóði af Kótilettukvöldinu til starfsemi Samhjálpar.

Meðfylgjandi eru myndir frá fögnuðinum:

Myndir frá kótilettukvöldi Samhjálpar - Klúbbur matreiðslumeistara eldaði ofan í gestina

Myndir frá kótilettukvöldi Samhjálpar - Klúbbur matreiðslumeistara eldaði ofan í gestina

Myndir frá kótilettukvöldi Samhjálpar - Klúbbur matreiðslumeistara eldaði ofan í gestina

Myndir: Brynja Kristinsdóttir Thorlacius

Powered by Issuu
Publish for Free

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið smari@veitingageirinn.is Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið

Veitingageirinn.is - Allt um veitingageirann - Fréttavefur um mat og vín - Netfang: frettir@veitingageirinn.is
RSS - Molar