Viðtöl, örfréttir & frumraun
Myndir frá kótilettukvöldi Samhjálpar – Klúbbur matreiðslumeistara eldaði fyrir gestina
Klúbbur matreiðslumeistara tók þátt í að aðstoða Samhjálp við árlegt kótilettukvöld þann 18. október s.l. Kótilettukvöld Samhjálpar hafa skipað fastan sess í fjáröflun fyrir starfið hjá Samhjálp og er haldið árlega.
Boðið var uppá gómsætar kótilettur í raspi frá Kjarnafæði ásamt klassísku kótilettumeðlæti. Viðburðurinn fór fram í veislusal Vals við Hlíðarenda.
Eftirfarandi KM félagar tóku þátt í viðburðinum; Árni Þór Arnórsson varaforseti KM, Lárus Loftson Lávarður, Rafn Heiðar Ingólfsson ritari KM og Jón Guðni Þórarinsson gjaldkeri KM.
Á meðal gesta voru Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, Herbert Guðmundsson söng fyrir gesti og KK mætti með gítarinn sinn og tók lagið.
Miðaverð var kr. 9900 og rann allur ágóði af Kótilettukvöldinu til starfsemi Samhjálpar.
Meðfylgjandi eru myndir frá fögnuðinum:
Myndir: Brynja Kristinsdóttir Thorlacius
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt17 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt19 klukkustundir síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Keppni3 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?