Viðtöl, örfréttir & frumraun
Myndir frá kótilettukvöldi Samhjálpar – Klúbbur matreiðslumeistara eldaði fyrir gestina

F.v. Árni Þór Arnórsson varaforseti KM, Rafn Heiðar Ingólfsson ritari KM, Jón Guðni Þórarinsson gjaldkeri KM og Lárus Loftsson Lávarður
Klúbbur matreiðslumeistara tók þátt í að aðstoða Samhjálp við árlegt kótilettukvöld þann 18. október s.l. Kótilettukvöld Samhjálpar hafa skipað fastan sess í fjáröflun fyrir starfið hjá Samhjálp og er haldið árlega.
Boðið var uppá gómsætar kótilettur í raspi frá Kjarnafæði ásamt klassísku kótilettumeðlæti. Viðburðurinn fór fram í veislusal Vals við Hlíðarenda.
Eftirfarandi KM félagar tóku þátt í viðburðinum; Árni Þór Arnórsson varaforseti KM, Lárus Loftson Lávarður, Rafn Heiðar Ingólfsson ritari KM og Jón Guðni Þórarinsson gjaldkeri KM.
Á meðal gesta voru Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, Herbert Guðmundsson söng fyrir gesti og KK mætti með gítarinn sinn og tók lagið.
Miðaverð var kr. 9900 og rann allur ágóði af Kótilettukvöldinu til starfsemi Samhjálpar.
Meðfylgjandi eru myndir frá fögnuðinum:
Myndir: Brynja Kristinsdóttir Thorlacius

-
Markaðurinn3 dagar síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr kafli í Fiskbúð Fjallabyggðar – veitingastaður tekur við af fiskborðinu
-
Keppni3 dagar síðan
Uppfært: Brauðtertukeppni fagmanna frestað
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Opnunartími Innnes yfir páskahátíðina
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Frétt3 dagar síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Gabríel Kristinn – Kokkur ársins 2025 – leiðir þig í gegnum fullkomna páskamáltíð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Hlaðborðsvörur í úrvali hjá Bako Verslunartækni