Viðtöl, örfréttir & frumraun
Myndir frá kótilettukvöldi Samhjálpar – Klúbbur matreiðslumeistara eldaði fyrir gestina
Klúbbur matreiðslumeistara tók þátt í að aðstoða Samhjálp við árlegt kótilettukvöld þann 18. október s.l. Kótilettukvöld Samhjálpar hafa skipað fastan sess í fjáröflun fyrir starfið hjá Samhjálp og er haldið árlega.
Boðið var uppá gómsætar kótilettur í raspi frá Kjarnafæði ásamt klassísku kótilettumeðlæti. Viðburðurinn fór fram í veislusal Vals við Hlíðarenda.
Eftirfarandi KM félagar tóku þátt í viðburðinum; Árni Þór Arnórsson varaforseti KM, Lárus Loftson Lávarður, Rafn Heiðar Ingólfsson ritari KM og Jón Guðni Þórarinsson gjaldkeri KM.
Á meðal gesta voru Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, Herbert Guðmundsson söng fyrir gesti og KK mætti með gítarinn sinn og tók lagið.
Miðaverð var kr. 9900 og rann allur ágóði af Kótilettukvöldinu til starfsemi Samhjálpar.
Meðfylgjandi eru myndir frá fögnuðinum:
Myndir: Brynja Kristinsdóttir Thorlacius
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel15 klukkustundir síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Keppni14 klukkustundir síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun16 klukkustundir síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Keppni2 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana