Vertu memm

Markaðurinn

Myndir – Fjölmennur hópur nýsveina tók við sveinsbréfum við hátíðlega athöfn á Hótel Nordica

Birting:

þann

Myndir - Fjölmennur hópur nýsveina tók við sveinsbréfum við hátíðlega athöfn á Hótel Nordica

Tvöhundruð og fjörutíu nýsveinar úr þrettán iðngreinum útskrifuðust við hátíðlega athöfn á Hótel Nordica í gær, 19. september. Þessi hópur var úr Byggiðn, VM, MATVÍS og FIT.

Aldrei hafa fleiri nýsveinar fengið sveinsbréfin sín á einu bretti. Útskriftarhópurinn var úr eftirfarandi iðngreinum:

  • bakaraiðn
  • framreiðslu
  • kjötiðn
  • matreiðslu
  • bifreiðasmíði
  • blikksmíði
  • stálsmíði
  • veiðafæratækni
  • húsasmíði
  • húsgagnasmíði
  • málaraiðn
  • múraraiðn
  • pípulögnum

Sveinar fengu gjafabréf á námskeið frá Iðunni og aðrar gjafir frá sínum fagfélögum og meistarafélögum. Einnig voru veitt verðlaun fyrir hæstu einkunn á sveinsprófi. Fjölmennastur var hópur nýsveina í húsasmíði sem luku sveinsprófi í vor. Alls luku 145 sveinsprófi á landsvísu og tóku 89 á móti sveinsbréfum sínum í gær, að því er fram kemur á vef IÐUNNAR fræðsluseturs.

Sveinsbréf verða afhent á Akureyri í október en þar munu nýsveinar í framreiðslugreinum og byggingar- og málmgreinum útskrifast. Einnig verður haldin útskriftarhátíð nýsveina í Reykjavík í nóvember.

Myndir frá útskriftinni er hægt að skoða á vef matvis.is með því að smella hér.

Mynd: matvis.is

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið