Markaðurinn
Myndir – Fjölmennur hópur nýsveina tók við sveinsbréfum við hátíðlega athöfn á Hótel Nordica
Tvöhundruð og fjörutíu nýsveinar úr þrettán iðngreinum útskrifuðust við hátíðlega athöfn á Hótel Nordica í gær, 19. september. Þessi hópur var úr Byggiðn, VM, MATVÍS og FIT.
Aldrei hafa fleiri nýsveinar fengið sveinsbréfin sín á einu bretti. Útskriftarhópurinn var úr eftirfarandi iðngreinum:
- bakaraiðn
- framreiðslu
- kjötiðn
- matreiðslu
- bifreiðasmíði
- blikksmíði
- stálsmíði
- veiðafæratækni
- húsasmíði
- húsgagnasmíði
- málaraiðn
- múraraiðn
- pípulögnum
Sveinar fengu gjafabréf á námskeið frá Iðunni og aðrar gjafir frá sínum fagfélögum og meistarafélögum. Einnig voru veitt verðlaun fyrir hæstu einkunn á sveinsprófi. Fjölmennastur var hópur nýsveina í húsasmíði sem luku sveinsprófi í vor. Alls luku 145 sveinsprófi á landsvísu og tóku 89 á móti sveinsbréfum sínum í gær, að því er fram kemur á vef IÐUNNAR fræðsluseturs.
Sveinsbréf verða afhent á Akureyri í október en þar munu nýsveinar í framreiðslugreinum og byggingar- og málmgreinum útskrifast. Einnig verður haldin útskriftarhátíð nýsveina í Reykjavík í nóvember.
Myndir frá útskriftinni er hægt að skoða á vef matvis.is með því að smella hér.
Mynd: matvis.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni3 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun16 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni18 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?