Viðtöl, örfréttir & frumraun
Myndaveisla: Hátíðarkvöldverður Klúbbs matreiðslumeistara 2024
Hinn árlegi hátíðarkvöldverður Klúbbs matreiðslumeistara var haldin í byrjun janúar eins og hefð hefur verið fyrir. Kvöldverðurinn að þessu sinni var haldin á Hilton Nordica og tókst frábærlega.
Félagar í Barþjónaklúbbi Íslands sá um þjónustuna, Viðjur sáu um blómaskreytingar og Sena sá um skipulag ásamt félögum í Klúbbi matreiðslumeistara.
Sigurður Borgar Ólafsson og Andrea Guðrúnardóttir voru vínþjónar kvöldsins og nutu aðstoðar ungra þjóna. Listaverkadiskurinn var í höndum Maríu Ólafsdóttur listakonu.
- Þórir Erlingsson forseti Klúbbs matreiðslumeistara, Halldór Laxness Halldórsson betur þekktur sem Dóri DNA og Arnar Darri Bjarnason yfirkokkur kvöldsins
Yfirkokkur kvöldsins var Arnar Darri Bjarnason.
Ábyrgðarmenn rétta voru:
Lystaukar – Kokkalandsliðið
Bleikur fiskur – Bjarni Gunnar Kristinsson Hilton Nordica.
Hvítur fiskur – Logi Helgason Strikið Akureyri.
Haf og hagi – Monica Daniela Panait, Hótel Geysir og Bjarni Haukur Guðnason, Hvíta húsið.
Önd – Sindri Guðbrandur, Flóra
Hreindýr – Úlfar Finnbjörnsson, Grand Hótel.
Ostur og ostur og ostur – Einar Björn Halldórsson, Hótel Klaustri og Bjarki Long, Mjólkursamsölunni.
Nammi – Bakaralandsliðið.
Konfektmoli ársins og kokteill – Sunneva Kristjánsdóttir og Barþjónaklúbburinn.
„…maturinn listilega góður!“
Eliza Jean Reid forsetafrú var á meðal gesta á hátíðarkvöldverðinum. Eliza er verndari Kokkalandsliðsins og hlotnaðist hún þann heiður árið 2018, en hlutverk verndara er að auka meðal annars sýnileika verkefna Kokkalandsliðsins.
Þetta sagði Eliza Reid meðal annars um kvöldverðinn:
„Ég nýt þess heiðurs að vera verndari Kokkalandsliðsins og sótti um helgina árlegan hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara, sem haldinn er til fjáröflunar fyrir liðið og eflingar á íslenskri matargerðarlist. Eins og alltaf var virkilega gaman og maturinn listilega góður!“
Meðfylgjandi myndir tók Mummi Lú.

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 klukkustundir síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Keppni3 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna2 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Keppni2 dagar síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn