Viðtöl, örfréttir & frumraun
Myndaveisla: Hátíðarkvöldverður Klúbbs matreiðslumeistara 2024
Hinn árlegi hátíðarkvöldverður Klúbbs matreiðslumeistara var haldin í byrjun janúar eins og hefð hefur verið fyrir. Kvöldverðurinn að þessu sinni var haldin á Hilton Nordica og tókst frábærlega.
Félagar í Barþjónaklúbbi Íslands sá um þjónustuna, Viðjur sáu um blómaskreytingar og Sena sá um skipulag ásamt félögum í Klúbbi matreiðslumeistara.
Sigurður Borgar Ólafsson og Andrea Guðrúnardóttir voru vínþjónar kvöldsins og nutu aðstoðar ungra þjóna. Listaverkadiskurinn var í höndum Maríu Ólafsdóttur listakonu.
- Þórir Erlingsson forseti Klúbbs matreiðslumeistara, Halldór Laxness Halldórsson betur þekktur sem Dóri DNA og Arnar Darri Bjarnason yfirkokkur kvöldsins
Yfirkokkur kvöldsins var Arnar Darri Bjarnason.
Ábyrgðarmenn rétta voru:
Lystaukar – Kokkalandsliðið
Bleikur fiskur – Bjarni Gunnar Kristinsson Hilton Nordica.
Hvítur fiskur – Logi Helgason Strikið Akureyri.
Haf og hagi – Monica Daniela Panait, Hótel Geysir og Bjarni Haukur Guðnason, Hvíta húsið.
Önd – Sindri Guðbrandur, Flóra
Hreindýr – Úlfar Finnbjörnsson, Grand Hótel.
Ostur og ostur og ostur – Einar Björn Halldórsson, Hótel Klaustri og Bjarki Long, Mjólkursamsölunni.
Nammi – Bakaralandsliðið.
Konfektmoli ársins og kokteill – Sunneva Kristjánsdóttir og Barþjónaklúbburinn.
„…maturinn listilega góður!“
Eliza Jean Reid forsetafrú var á meðal gesta á hátíðarkvöldverðinum. Eliza er verndari Kokkalandsliðsins og hlotnaðist hún þann heiður árið 2018, en hlutverk verndara er að auka meðal annars sýnileika verkefna Kokkalandsliðsins.
Þetta sagði Eliza Reid meðal annars um kvöldverðinn:
„Ég nýt þess heiðurs að vera verndari Kokkalandsliðsins og sótti um helgina árlegan hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara, sem haldinn er til fjáröflunar fyrir liðið og eflingar á íslenskri matargerðarlist. Eins og alltaf var virkilega gaman og maturinn listilega góður!“
Meðfylgjandi myndir tók Mummi Lú.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Markaðurinn4 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn4 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn5 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Keppni5 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu






















































































